Saga - 2011, Page 76
að Baldvin Einarsson var hliðhollur55 — ekki notuð hér til að hvetja
Íslendinga til að varpa af sér oki erlends valds, nema ef vera kynni
óbeint ef höfundur talar hér undir rós af ótta við neikvæð viðbrögð
valdhafa.
Sérstakt íslenskt stéttaþing varð hins vegar ekki að veruleika held-
ur voru tveir fulltrúar skipaðir á stéttaþing hinna dönsku eyja. Fjórir
Íslendingar í Danmörku, er síðar gengu undir nafninu Fjölnis menn,
tóku upp þráðinn fyrir endurreisn Alþingis í ritinu Fjölnir (1835–
1847). Föðurlandshyggja eða ættjarðarást birtist í ýmsum kvæðum
Jónasar Hallgrímssonar, svo sem í kvæðinu „Ísland“ sem vísað var til
hér að framan, en þau stuðluðu að útbreiðslu hugmynda Fjölnis -
manna á Íslandi.56 Þótt vart hafi birst nýjar pólitískar kröfur í Fjölni,57
gegndi tímaritið hlutverki í eflingu þjóðernisvitundar á Íslandi vegna
áherslunnar á þjóðarandann en sú áhersla kann að hafa komið til sög-
unnar fyrir áhrif frá hugmyndum Herders um Volksgeist.58
Eins og Baldvin Einarsson vísuðu Fjölnismenn til góðra áhrifa
hins gríska þjóðaranda í baráttu Grikkja gegn Tyrkjum, en að því er
ég best fæ séð taka þeir ekki mið af pólitískri baráttu Grikkja í
íslenskri stjórnmálabaráttu. Þó má finna hugleiðingar um frelsisstríð
Grikkja sem gætu hafa átt að skírskota til aðstæðna á Íslandi. Í Skírni
árið 1836 segir til dæmis Konráð Gíslason, einn af Fjölnismönnum,
að mannkynssagan sé eins og ævisaga og að saga þjóðanna sé eins
og fjölskyldusaga. Höfundurinn nefnir Spán, Portúgal og Grikkland
og frelsisbaráttu þessara þjóða. Umræðan er pólitískt lituð:
Þá hafa Grikkir eíns hlutar enn að beíðast, og er von, að þeim sje um
hann annt; enn það er sú bæn, að vald konúngsins verði takmarkað, og
meígi þjóðin velja sér fulltrúa, að sitja í löggjafar-ráðinu, eíns og siður
er til í hinum takmörkuðu eínvalzdæmum; og allar þíngbækur og emb-
ættisbrjef verði ritin á því máli, er þjóðin talar; — og er vonandi, að
þessu verði framgeíngt hvurutveggju!59
clarence e. glad76
55 Sama heimild, bls. 164–166. Í framhaldi af skírskotun til sjálfstæðisstríðs
Grikkja segir Baldvin: „Þarna sjáið þér nú hvörju einíng og góður þjóðarandi
fær orkað“ („Ræða Ármanns“, bls. 53).
56 Gunnar Karlson, Iceland‘s 1100 Years, bls. 203–204 og Vilhjálmur Þ. Gíslason,
Jónas Hallgrímsson og Fjölnir, bls. 93–95.
57 Ragnheiður Kristjánsdóttir, „Rætur íslenskrar þjóðernisstefnu“, Saga XXXIV
(1996), bls. 153–161.
58 Gunnar Karlsson, Iceland‘s 1100 Years, bls. 204; og Sigríður Matthíasdóttir, Hinn
sanni Íslendingur — þjóðerni, kyngervi og vald á Íslandi 1900–1930 (Reykjavík:
Háskólaútgáfan 2004), bls. 47.
59 „Frétttir“, Skírnir 10 (1836), bls. 19.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:51 AM Page 76