Saga - 2011, Síða 77
Tveimur árum seinna er í Fjölni síðan fjallað um frelsisstríð Grikkja
í samhengi við spurninguna um það á hvern hátt Íslendingar ættu
að breyta eftir forfeðrum sínum. Það ættu þeir að gera með því að
læra af þeim „að eiða deifðinni með framtakssemi og dugnaði“:
Það er firir þjóðunum eins og hvurjum einstökum manni, að þær físir
ekkji að lifa upp aptur það sem þær eru búnar að lifa. Við minntumst
forfeðra vorra í því skjini, að við vildum við værum ekkji minni á vorri
öld, enn þeir voru á sinni. Við stærum okkur af atorku þeirra og ment-
un; og þó ekkji væri annað til merkjis um hana, enn Íslendingasagan
mikla, þá ætlum við marga þjóð hafa þótzt af minnu; og víst er hún so
mikjið snilldarverk sagan sú, að ekkji eru margar þvílíkar til í heimin-
um, og eíngjin frá þeim öldum, nema ef það væru þær, sem um það
leiti voru skráðar á Íslandi. Varlega er það fortakandi, að ættjarðarást-
in glæðist við það, að hugleiða fornöldina sína. Naumast hefðu Grikkjir
núna í frelsisstríðinu staðið so leíngji í Tirkjum, ef þeir hefðu ekkji
munað til þess, að þeír voru komnir af þeím mönnum, sem firir meir
enn 2000 árum síðan fjellu eða báru sigurinn úr bítum við Maraþón og
Salamis. Og bágt er að skilja í því, hvurnig nokkrum Íslendíngji fer að
þikja vænt um landið sitt til hlítar, án þess honum finnist neitt til forn-
aldarinnar, sem við eígum, nje hirði neítt um sögurnar okkar og málið
og bókleífarnar.60
Hér er frelsisstríð Grikkja notað til að sýna fram á hversu miklu
fornaldardýrkun fær áorkað. Íslendingar kynntust æ betur frelsis-
stríði Grikkja í gegnum þýðingar á ljóðum Byrons en hann var
sennilega best þekkti Grikklandsvinur aldarinnar. Íslendingar
þekktu því hvatningu Byrons til annarra þjóða um að fylgja for-
dæmi Grikkja og berjast gegn erlendum yfirráðum.61 En þótt
Fjölnis menn væru sennilega sannfærðir um að öll kúgun væri
viðurstyggð þá eru skrif þeirra um atburði í Suður-Evrópu saklaus
pólitískt séð. Frelsi þjóðarinnar yrði að byggjast á viðurkvæmilegri
hegðan, kristinni trú og siðferði. Þótt traust á Guði og baráttan fyrir
frelsinu færu saman62 áttu sannir kristnir menn að virða alla þá sem
voru í valdastöðu, þar með talinn sjálfan konunginn! Sú mennta-
hugsjón Bessastaðaskóla sem mótað hafði Fjölnismenn var því póli-
grísk-rómversk arfleifð … 77
60 „Íslenzkji flokkurinnn“, Fjölnir 4 (1838), bls. 17.
61 Grímur Thomsen (1820–1896) skrifaði meistaraprófsritgerð á dönsku um Lord
Byron árið 1845. Í henni ræddi hann um tengsl bókmennta og þjóðareinkenna
í samhengi evrópskrar hugmyndasögu. Sjá Sveinn Yngvi Egilsson, Arfur og
umbylting, bls. 113 og 124.
62 Vilhjálmur Þ. Gíslason, Jónas Hallgrímsson og Fjölnir, bls. 255.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:51 AM Page 77