Saga - 2011, Page 79
við Laugaskarð, gegn sókn Xerxesar Persakonungs á hendur
Grikkjum.66
Þessar umsagnir urðu staðlaðar og síendurteknar. Þær gefa ótví-
rætt til kynna að smám saman er jákvætt viðhorf til Grikkja að festa
sig í sessi í vitund íslenskra menntamanna; jafnframt fer fornaldar -
dýrkunin og samanburður milli Grikkja og Íslendinga æ oftar að
tengj ast hugmyndum um frelsi þjóðanna. Þannig hefst ritgerðin
„Maraþons bardagi“ (1861) með tilvitnun í kvæði Byrons „Free
Greek Nation“ („Er hugði eg frjálsa Grikkja þjóð, …“).67 Jákvæð
ímynd birtist af hetju dáðum Forn-Grikkja er fórnuðu lífi sínu fyrir
„frelsi og mannhelgi“: „En leiki ljómi hennar yfir nokkrum stað, þá
mun hvergi bjartara en yfir Maraþóns velli, þar sem Grikkir fyrir
rúmum tveimur þúsundum ára brutu þrældóms veldi Persa á bak
aptur. Þar sigraði fæðin fjölmennið, mentunin siðleysið og frelsið
ánauðina.“68 Grikkland hið forna, segir höfundur, var þó ekki eitt
ríki, heldur samsafn margra ríkja,
sem hvert um sig hafði sína stjórnarskipun og sitt þjóðerni og áttu opt
í stríðum sín í milli. En þó var það margt, sem samtengdi alla kynþætt-
ina; þeir voru sömu trúar, töluðu sama máli og voru samferða á vegi
mentanna og listanna; hver og einn keptist við að verða lofaður af hinni
grísku alþjóð. Sú meðvitund var og rík hjá öllum Grikkjum, að þeir
væru andlegri, fegurri og fullkomnari öllum öðrum þjóðum í þá daga
og mikluðust þeir yfir þeim með öllum rétti.69
Í samanburði við Grikki hallar mjög á Persa, sem að mati höfundar
„skorti hina lifandi og lífgandi hvöt til endalausra framfara, sem
hratt Grikkjum af einu stíginu á annað, unz þeir náðu hinu
fremsta.“70 Sagan hefur geymt minningu forfeðra Grikkja „svo að
grísk-rómversk arfleifð … 79
66 „Fréttir“, Skírnir 7 (1833), bls. 38; „Fréttir“, Skírnir 11 (1837), bls. 32; „Útlenzkji
og almenni flokkurinn“, Fjölnir 4 (1838), bls. 9; „Fréttir“, Skírnir 18 (1844), bls.
82–83; „Ræðan í Tröllakirkju“, Þjóðólfur 74.–75. tbl., (1852), bls. 301–302;
„Fréttir“, Skírnir 28 (1854), bls. 125 („hið nafnfræga frelsisstríð“); og „Fréttir“,
Skírnir 35 (1861), bls. 92–93.
67 Ókunnur höf., „Maraþons bardagi“, Ný sumargjöf 3 (1861), bls. 26–28,
39.
68 Sama heimild, bls. 26.
69 Sama heimild, bls. 27.
70 Sama heimild, bls. 27–28. Þessi hugmynd um lífsandann og þróunarsögu
mannsandans var útbreidd. Benedikt Gröndal vísar til „hins eiginlega líf -
straums andans, sem Grikkir eru svo frægir fyrir“ („Forn fræði“, bls. 30).
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:51 AM Page 79