Saga - 2011, Side 80
komandi aldir sjái, hverju frjálsir menn geta áorkað með hugprýði
og hreysti, þó hætt sé komið …“.71
Umræðan um frelsi og þjóðerni Grikkja er mótuð af trúarlegri
sannfæringu. Það er „hin kristna þjóð, Grikkir,“ sem hefur öðlast
frelsi frá hinum íslömsku Tyrkjum, eftir að hafa verið undir oki
þeirra frá því að Tyrkir lögðu undir sig Konstantínópel. Kristnar
þjóðir hafa að mati höfundar augljósa yfirburði yfir íslamskar þjóðir.
Þótt íbúar Grikklands væru sambland margra ólíkra þjóðarbrota „…
þá hefir trúarhatr og þjóðar hatr til Tyrkja samlagað þá“72 og tryggt
sigur þeirra í frelsisstríðinu. Að lokum má nefna að dystópískar
lýsingar á nútíma-Grikkjum í samanburði við Forn-Grikki urðu
algengar.73 En það sem mestu máli skipti voru hinar útópísku mynd-
ir af Grikkjum á gullöld þeirra. Norrænir aðdáendur Grikkja áttuðu
sig á því, eins og aðrir Grikklandsvinir í Evrópu, að margt hafði
breyst í Grikklandi frá fornu fari. En markmið þeirra var einmitt að
„uppgötva hina klassísku fornöld, ekki nútíma Grikkland“ þar sem
það var hin klassíska fornöld sem „var talin mikilvæg til skýringar á
vestrænum gildum;“ meðal Forn-Grikkja fundu þeir efnivið til að
styðja „fullyrðingar sínar um þjóðlega yfirburði.”74
Í ritgerð Sigurðar Melsteð, „Um Þjóðerni“, er hugsanlega að
finna sérstæðasta framlag Íslendings til þeirrar umræðu um þjóð -
clarence e. glad80
71 „Maraþons bardagi“, bls. 39.
72 „Fréttir“, Skírnir 28 (1854), bls. 125–126 („hin kristna þjóð, Grikkir“); „Fréttir“,
Skírnir 35 (1861), bls. 92–93; Henrik Ussing, „Nútímabókmenntir Dana“, Eim -
reiðin 4 (1898), bls. 181. Lýsingin í Freyju 8 (1906), „Píslavættisdauði Hyptaíu“,
bls. 164, er dæmigerð: „Ljós heimsins dóu hvert á eftir öðru. Athena týndist,
Róm leið undir lok og siðmenningin forna hvarf, en skuggi eilífrar útskúfun-
ar þandi sína svörtu vængi yfir jörðina. … grísku skáldin vissu ekki að sú ver-
öld sem þeir höfðu lifað í, var liðin undir lok — eyðilögð af hinum Asíatisku
trúarbrögðum og þeir sjálfir særðir andlegu holundarsári“.
73 Gísli Brynjúlfsson, „Frelsis hreifingarnar meðal þjóðanna“, Norðurfari II (1849),
bls. 49; „Fréttir“, Skírnir 35 (1861), bls. 92–93. Frá íslensku sjónarhorni er
athuga semd Hollands, eftir að hafa hitt tvo presta í Delfí, áhugaverð: „who in
wretchedness I could well compare with the priests of Iceland, but who entir-
ely wanted the knowledge which is often so remarkable in the latter“ (Henry
Holland, Travels in the Ionian Isles, Albania, Thessaly, Macedonia, etc., during the
Years 1812 and 1813 (London: Paternoster-Row 1815), bls. 393).
74 Brian Dolan, Exploring European Frontiers. British Travellers in the Age of Enlighten -
ment (London: Palgrave Macmillan 2000), bls. 126 og 179: „to discover classical
antiquity, not modern Greece“; „was thought to hold value for illuminating
Western values“; „national claims to superiority“.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:51 AM Page 80