Saga - 2011, Side 81
erni sem felur í sér samanburð á Íslandi og Grikklandi.75 Hún setur
einnig umræðuna í guðfræðilegt samhengi. Ritgerðin birtist árið
1845 en Sigurður hafði þá nýlokið guðfræðinámi, en hann varð
kennari við Lærða skólann (1846) og síðan við hinn nýstofnaða
Prestaskóla (1847–1885). Í ritgerðinni nefnir Sigurður ýmsar þjóðir
og hópa manna, svo sem skrælingja, blökkumenn, Pólakka, Kín -
verja, Tyrki, Frakka, Þjóðverja, Breta, Dani, Íslendinga, Grikki og
Rómverja. Áherslan er á framlag þjóðanna til veraldarsögunnar þar
sem „markmið þjóða eru framfarir og fullkomnun mannkynsins.“
Sumar þjóðir ráða gangi veraldarsögunnar; þar ber hæst hlut
Rómverja og Grikkja, en norrænar og kristnar þjóðir fá þó sérstaka
umfjöllun í samanburði við hinar klassísku. Guðfræðilegur tónn er
sleginn í upphafi greinarinnar:
Það er alkunnugt, hve mjög Grikkir og Rómverjar báru af öllum öðrum
þjóðum í fornöld í mentan allri, bæði andlegri og líkamlegri; … lifðu
vísindi og mentan hinu blómlegasta lífi hjá Grikkjum og Rómverjum,
og náðu þeim þroska sem heiðinni mentan er auðið. … Kristin dómur -
inn skapaði á ný allt hið andlega líf, ekki einúngis að því leiti trú og
siðferði snerti, heldur og einnig í vísindaefnum. Mentan öll og vísindi
klæddust nýjum búningi, og tóku aðra stefnu; allar framfarir og and-
legur þroski spruttu af kristindóminum, og þjóðir þær, sem tóku
kristni, ýngdust upp á ný, og byrjuðu nýtt líf. … Í alla staði sjáum vér
yfirburði kristinna manna framyfir heiðna: Hversu ómælanlegur grein-
armunur er t.a.m. á Blökkumönnum í Suðurálfu eða Skrælingjum í
Vesturálfunni og Norðurálfubúum? … hin kristna mentan hefir í sér
fólginn hæfilegleika til sífeldra framfara …76
Hið trúarlega yfirburðastef er ríkjandi: „Kristin trú hefir fyrst vakið
sanna skoðun á þjóðerninu.“77 Ástæðan fyrir þessu er sú að kristin
trú „kenndi að réttindi allra manna væri jöfn upphaflega og með því
afmáði þrældóm allan og ánauð, svo leiddi hún og í ljós þau sann-
indi, er áður voru ókunn, að allar þjóðir ætti sama rétt upphaflega“
og enginn munur væri á Gyðingum og Grikkjum. „Þar á móti
kannaðist heiðin trú ekki við réttindi þjóðanna.“78
grísk-rómversk arfleifð … 81
75 Sigurður Melsteð, „Um Þjóðerni“, Ný félagsrit 5 (1845), bls. 1–21.
76 Sama heimild, bls. 1–2.
77 Sama heimild, bls. 16.
78 Sama heimild, bls. 16 og 20–21. Hér vísar Sigurður til skírnarformúlunnar í
Galatabréfi Páls postula: „Hér er hvorki Gyðingur né annarrar þjóðar maður,
þræll né frjáls maður, karl né kona. Þið eruð öll eitt í Kristi Jesú” (Gl 3.28).
Varðandi ólíkar skoðanir á þessum texta meðal nútímafræðimanna, sjá Clarence
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:51 AM Page 81