Saga - 2011, Side 83
hæft, verða þær að forðast allan einræningsskap, en hafa samgaungur
sín á milli, því einsog maður er manns gaman, einsog samtök og
samræður efla framfarir mannlegs anda, svo eru samgaungur og
félagsskapur á milli þjóða eitt hið öflugasta ráð til að gera þjóðarand-
ann fjölhæfan og forða lífi hverrar þjóðar frá því að verða einræn-
íngslegt.81
Hér lýsir Sigurður vel skoðunum íslenskra fornmenntavina; jafn-
framt lýsir hann vel hinu hýbridíska einkenni allrar menningar sem
áður var fjallað um. Skapalón sannrar þjóðernishyggju gerir ráð
fyrir þátttöku í umræðum við aðrar þjóðir í ljósi samkenndar þeirra
og upphaflegrar einingar alls mannkyns.82
Í grein Sigurðar er ekki að finna samanburð á þjóðaranda
nútíma-Grikkja og frelsisþrá Íslendinga. Hann ber ekki heldur
saman andann í sögu Heródótosar um hetjudáðir Lenónídasar í
Lauga skarði og frásagnir Njálu um vörn Gunnars á Hlíðarenda og
heimkomu eins og hann hefði getað gert. Bæði Lenónídas og
Gunnar urðu táknmyndir vaxandi þjóðernistilfinningar í Grikk -
landi og á Íslandi.83 Þess í stað tengir hann þjóðerni við kristin-
dóm, við hugmyndir um frelsi og sjálfræði, við hið góða og hið
fagra, við fornar þjóðarbókmenntir og tungu, og tengir íslenska
þjóðernisstefnu í mótun við hina grísk-rómversku arfleifð með því
að leggja áherslu á að þjóðerni lýsi sér í bókmenntum og allri þeirri
menntan er andi þjóðarinnar birtist í. Hér bendir Sigurður á gríska
og rómverska höfunda og segir að Íslendingasögurnar sanni hið
sama. Þær „eru ritaðar um það leyti að velmegun landsins var sem
mest … áður enn þjóðlífið dofnaði; … Bókmentirnar eru því túlkur
hverrar aldar, því þær lýsa eðli og anda þjóðanna á hverju tíma-
bili, en auk þess eru þær spásögn um hina ókomnu tíma, því þær
búa undir aldir þær er fara í hönd, og laga lund og skapferli
kynslóðar þeirrar sem er í uppvexti …“84 Íslendingasögur samdar
á þjóð veldisöld eru sambærilegar helstu bókmenntaverkum
Grikkja og Rómverja.
grísk-rómversk arfleifð … 83
81 Sama heimild, bls. 20–21.
82 Í grein Gísla Brynjúlfssonar fáum árum seinna birtust áþekkar hugmyndir:
„Frelsis hreifingarnar meðal þjóðanna“, Norðurfari II (1849), bls. 37–166. Íslend-
ingar báru sig einnig saman við aðrar þjóðir, svo sem Ungverja, en vísanir til
Grikkja voru mun algengari en til annarra þjóða.
83 Vilhjálmur Þ. Gíslason, Jónas Hallgrímsson og Fjölnir, bls. 254.
84 Sigurður Melsteð, „Um Þjóðerni“, bls. 11.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:51 AM Page 83