Saga - 2011, Page 86
Íslendingar kynntust þessari breyttu hugtakanotkun í erlendum
bókum er tengdu Ísland við Grikkland, t.a.m. bók Joseph Calasanz
Poestion, Aus Hellas, Rom und Thule (1887), og bók August Boltz,
Island und Hellas (1892).91 Titlar þessara bóka sýna aukna tilburði
þýskra höfunda til að tengja Ísland við Hellas. Í tímaritinu Austra
árið 1894 er sagt frá andláti dansks prófessors, P. Moringer; var
hann að mati höfundar „skáldsagnahöfundur allfrægur“ sem hafði
ritað „margar skemmtilegar og fróðlegar skáldsögur frá hinu forn-
gríska tímabili, og mun þeirra hér á landi almennt kunnugast sögu-
safn hans: ‚Frá Hellas‘“.92
Kvæðið „Ísland til Hellas“ eftir Steingrím Thorsteinsson birtir
við horf sem eru einkennandi fyrir skoðanir íslenskra Grikklands -
vina um aldamótin 1900.93 Í kvæðinu er fullyrt að hin sækringda
kalda eyja í norðrinu, með sinni víðfrægu söguöld, fjallinu Heklu og
Eddukvæðum, eigi sér hliðstæðu í Hellasi suðursins, hinum ólympsku
fjöllum og kvæðum Hómers. Áhrif fornmenningar Grikkja hafi bor-
ist til hinnar fjarlægu eyjar; hlýir sólargeislar hennar hafi snortið
hjarta íbúa hinnar köldu eyjar í norðrinu. Vísað er til endurfæðingar
„ungu Hellasar“, þ.e. Grikklands nútímans; alþjóðleg einkenni hel-
lenskrar menningar, sem er fögur og alfrjáls og hefur um aldir veitt
vörn gegn allri hnignun, hafa nú yngt upp þjóðirnar. Þjóðin á sögu-
eyjunni í norðri, sem er skyldust Hellasi suðursins, hefur tekið hina
suðrænu þjóðmenningu í arf. Kvæðið endar á því að tjá þá von að
hagur ættlandsins muni eflast og að Seifur og frelsisgyðjan Níke
muni sjá til þess að það njóti „sannfrelsis dags.“
Tvær þýddar tímaritsgreinar frá því um aldamótin 1900 varpa
einnig áhugaverðu ljósi á hugmyndina um Ísland sem Hellas norð -
urs ins og Grikkland sem Hellas suðursins. Í ritgerðinni „Latínu -
clarence e. glad86
‚Greek‘, … ‚Hellenic‘ of course invoked the most powerful symbol of cultural
authority in 19th century England: classical Greece“ (Christopher Stray,
Culture and Discipline: The Reconstruction of Classics in England 1830–1930,
PhD Thesis, University College of Swansea (1993), bls. 216).
91 Sjá J. Magnús Bjarnason, „M.phil. Carl Küchler“, Freyja 7 (1905), bls. 155–158.;
H.M., „Joseph Calasanz Poestion,“ Óðinn 1 (1905), bls. 34–34; H.J., „Magister
Carl Küchler“ Óðinn 2 (1906), bls 17–18; og Guðmundur Finnbogason, „Josef
Calasanz Poestion“, Skírnir 87 (1913), bls. 235.
92 „Útlendar fréttir“, Austri 4 (1894), bls. 126.
93 Steingrímur Thorsteinsson, Ljóðmæli (Reykjavík: Prentsmiðjan Leiftur 1958),
bls. 214–15. Grímur Thomsen (Ljóðmæli (Reykjavík: H.F. Leiftur 1969), bls.
281–313) og Benedikt Gröndal, ásamt Steingrími Thorsteinssyni, þýddu mörg
forngrísk kvæði á íslensku.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:51 AM Page 86