Saga - 2011, Page 87
námið“ hvetur Norðmaðurinn R. B. Andersen til aukinnar kennslu í
grísku, þótt ekki megi alfarið varpa latínunni fyrir róða vegna aug-
ljósra áhrifa hennar á miðaldasöguna og nútímatungumál. En það á
ekki að gera hana að grundvelli allrar menntunar og reyra nemand-
ann „rómverskum hlekkjum, þar sem vér, hinar frjálsbornu got-
nesku þjóðir, niðjar Þórs og Óðins, ættum að leggja hyrningarstein-
inn til mentunar vorrar og fá fyrstu áhrif vor frá vorum eigin
forfeðrum.“94 Höfundurinn telur að til þess að „við“ getum skilið
okkur sem „þjóð“, verðum við að stunda fornsögu okkar og kynna
okkur í þaula „hina hugmyndaríku og spádómsauðgu bernsku hins
tevtónska kynþáttar“; tungumál eins og enska og þýska eru mikil-
væg sem og Norðurlandamálin, sérstaklega íslenska, þar sem hún
„er hinn eini lifandi lykill að sögu miðaldanna í hinum fornnorrænu
bókmentum. Hún er eina tungan, sem nú er töluð næstum óbreytt,
og ef við kunnum hana, getum við lesið rit miðaldanna … Þegar vér
þannig höfum látið okkar eigin tevtónska kynþátt njóta réttar síns,
þá getum við snúið athygli okkar að fornþjóðunum kringum Mið -
jarðar hafið …“95 Að lokum ber höfundurinn saman tungu og bók-
menntir Grikkja og Íslendinga:
Eins og íslenzkan á norðurhjara Evrópu er hinn lifandi lykill að miðöld-
unum og hinum frægu fornnorrænu eddum og sögum, eins er nýgrísk-
an á suðurhjara hennar sú lifandi tunga, sem kemur okkur í kunnings-
skap við anda Hómers, Heródóts, Demosþeness og Platós. Og þannig
hafa … örlagagyðjurnar … ofið okkur saman við Grikki, og því meira
sem við rannsökum þroskun og framfarir þjóðanna og menning þeirra,
því skærar mun sá sannleiki leiftra fyrir hugskotssjónum vorum, að
gríska og íslenzka eru tveir silfurhærðir öldungar, sem halda í höndum
sér tveimur gulllyklum, — önnur að fjársjóðum fornaldarinnar, en hin
að fjársjóðum miðaldanna; önnur að fjársjóðum suðurhluta Evrópu, en
hin að fjársjóðum norðurhlutans.96
grísk-rómversk arfleifð … 87
94 R.B. Andersen, „Latínunámið”, Eimreiðin 7 (1901), bls. 153.
95 Sama heimild, bls. 153–154.
96 Sama heimild, bls. 154. Mér hefur ekki tekist að hafa uppi á upphaflegu ensku
útgáfu ritgerðarinnar. Höfundurinn, Rasmus B. Andersen, var Norðmaður
sem fluttist til Bandaríkjanna og varð prófessor í Wisconsin. Hann skrifaði bók-
ina Norse Mythology (1875) sem í formála er sögð vera „the first complete and
systematic presentation of the Norse mythology in the English language“. Sjá
Einar I. Haugen, „A Critique and a Bibliography of the Writings of Rasmus B.
Anderson“, Wisconsin Magazine of History (1937), bls. 259.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:51 AM Page 87