Saga - 2011, Síða 88
Þótt orðasamböndin Hellas suðursins og Hellas norðursins séu ekki
notuð í greininni er hugtakaramminn hinn sami.97
Hin ritgerðin sem ég dreg athyglina að birtist nokkrum árum
fyrr í Eimreiðinni árið 1898. Danskur fræðimaður ritaði greinina að
beiðni hins íslenska útgefanda. Þar líkir höfundurinn norrænni forn-
öld við þjóðargersemar hinnar fornu Hellasar. Samanburðurinn er
gegnsýrður sama trúarhrokanum og við sáum í fyrri samlíkingum:
Langt í austri gat að líta, hversu gamla Hellas reisti við að nýju, hversu
fegurðin og hugsjón hinnar rjettu trúar vann sigur á hroðanum og
hinni hvumleiðu vantrú. Við höfum líka sjálfir, — eða rjettara sagt
ágætismaðurinn Thorvaldsen fyrir vora hönd, — stutt að því að endur -
reisa hið fallna ríki fegurðarinnar. En við höfðum sjálfir … grafið fram
úr myrkrunum nýjan, þjóðlegan heim, sem allflestum þótti ekki minna
í varið að fegurð og auðgi en hinn hellenska; það var fornöld vor,
fegursti og frægasti tími í sögu norrænna þjóða, …98
Auðvelt reyndist að laga þessar hugmyndir að íslenskum aðstæð -
um; í reynd urðu þær hryggjarstykkið í samanburði Jóns Jónssonar
(Aðils) á Íslandi og Grikklandi í alþýðufyrirlestrum hans árið 1903
um Íslenzkt þjóðerni. Jón lagði áherslu á lífræn tengsl einstaklings og
þjóðar, hetjudáðir forfeðranna, yfirburði íslensks lundarfars, megin -
skyldu einstaklingsins að hugsa um hag þjóðarinnar, hreinleika
íslenskrar tungu og siðferðilega skyldu allra að varðveita hana. Öll
þessi atriði urðu uppistaðan í samkomulagi Íslendinga og Dana sem
tryggði Íslendingum fullveldi árið 1918.99 Þessar hugmyndir höfðu
jafnframt varanleg áhrif á söguvitund komandi kynslóða Íslendinga.
Í umfjöllun Jóns Aðils um þróun íslensks þjóðernis fellur
Íslandssagan í skýrt afmörkuð tímaskeið, glæsta fornöld, hinar
myrku miðaldir og tímabil endurreisnar.100 Á gullöld þjóðveldis-
aldarinnar (930–1262) naut fólk efnahagslegrar velsældar og hinar
stórfenglegu bókmenntir litu dagsins ljós. Samþjöppun valds á
hendur fárra stórfjölskyldna og persónuleg átök leiddu til þess að
þjóðin missti sjálfstæði sitt á 13. öld og hnignunartímabil fór í hönd
clarence e. glad88
97 Sjá til samanburðar greinina í Norðanfara árið 1865 sem vísað er til í neðan-
málsgrein 23.
98 Henrik Ussing, „Nútímabókmenntir Dana“, Eimreiðin 4 (1898), bls. 181.
99 Sigríður Matthíasdóttir, Hinn sanni Íslendingur, bls. 50–53.
100 Jón Jónsson (Aðils), Íslenzkt þjóðerni. Alþýðufyrirlestrar (Reykjavík: Sigurður
Kristjánsson 1903), bls. 1 og 213–214, og Guðmundur Hálfdanarson, „Sagan
og sjálfsmynd(ir) íslenskrar þjóðar“, Glíman 7 (2010), bls. 113–135.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:51 AM Page 88