Saga - 2011, Page 90
Grikk land hafi lagt grunninn að vestrænni menningu er vel lýst í
fyrsta ítarlega sagnfræðiritinu á íslensku, um Grikkland hið forna,
eftir Ágúst H. Bjarnason. Titill bókarinnar er einfaldlega Hellas
(1910) en hún var eitt fimm binda er fjölluðu um Sögu mannsand-
ans.103 Nákvæmni höfundar í umfjöllun um hinar klassísku heim-
ildir er til fyrirmyndar. Viðtekin viðhorf um stórfengleika hins
gríska anda birtast í eftirmála þar sem höfundur ræðir um „Arfleifð
Grikkja.” Sú arfleifð hefur að mati höfundar haft áhrif á öll svið
mannlífsins meðal vestrænna þjóða, en þó sér í lagi á sviði heim-
speki og gagnrýninnar hugsunar. Þjóðir í norðri hafi fengið hina
klassísku menningu í arf og hafi hún mótað flest svið mennta og
menningar Norðurlanda. Bókin Hellas varð all-vinsæl og stuðlaði að
aukinni þekkingu á Íslandi um Grikkland hið forna og framlag þess
til vestrænnar menningar.104
Enn var þó oftar talað um Ísland sem Hellas norðursins meðal
erlendra fræðimanna, en Íslendingar gripu á lofti orðasambandið í
umfjöllun sinni um hin erlendu rit. Að mati íslensks höfundar gerir
höfundur þýsku greinarinnar „Island und Hellas“ (1921) „mjög
merkilegan samanburð á fornaldarmenningu Grikkja og Íslendinga,
sérstaklega á bókmentunum og sýnir fram á með ýmsum dæmum
að enginn efi geti leikið á sögulegu sambandi þessara menning-
arþjóða, þrátt fyrir fjarlægð og gerólík lífskjör og lyndiseinkunn.“105
Þetta minnir á áðurnefnd „söguleg rök“ Benedikts Gröndal. Hinn
þýski höfundur byggir rök sín að hluta til á eldra þýsku riti þar sem
Íslendingurinn Snorri er nefndur hinn „norræni Heródótos“ en ætti
þó að mati höfundar hugsanlega fremur að vera nefndur „Faðir
clarence e. glad90
103 Ágúst H. Bjarnason, Saga mannsandans III. Hellas (Reykjavík: Bókaverzlun
Guðm. Gamalíelssonar 1910), bls. 12–13 og 326–330. Í upphafi bókarinnar eru
fyrstu fjögur erindi kvæðis Steingríms Thorsteinssonar, „Ísland til Hellas“,
prentuð. Sjá gagnrýna umfjöllun um framlag Grikkja til ýmissa sviða vest-
rænnar menningar í The Legacy of Greece. A New Appraisal. Ritstj. M.I. Finley
(Oxford: Clarendon Press 1981).
104 Þótt Árni Pálsson sé gagnrýninn á hinn „allt of yfirgripsmikla titil“ Saga
mannsandans fer hann lofsamlegum orðum um ritið Hellas. Í því ræðir höf-
undur „um eitt hið dýrðlegasta og undraverðasta tímabil úr sögu mannkyns-
ins“ og einn „langmerkasta kafla úr sögu Evrópuþjóðanna“; „íslenzkri alþýðu
gefst hér í fyrsta skifti tækifæri til þess að kynnast nokkuð upptökum
Evrópumenningarinnar og á höf. mikið hrós skilið fyrir, hvað vel honum hef-
ir tekist að semja bókina við alþýðuhæfi.“ Sjá „Pistlar Ingólfs. Hellas“, Ingólfur
9 (1911), bls. 87–88.
105 K.I., „Tvær ritgerðir“, Heimskringla 36 (38 tbl., 1922), bls. 7.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:51 AM Page 90