Saga - 2011, Page 91
söguritunar”.106 Hægt er bera saman Ísland og Hellas þar eð bæði
löndin eiga sér forkristna sögu. Íslandsvinátta (Islandfreundschaft)
hefur þannig sama menningarsögulega grundvöll og Grikklands -
vinátta (Philhellenism).107 Þótt orðasambandið Hellas norðursins sé
ekki notað í þessu samhengi er hugmyndafræðilegur grundvöllur
hinn sami. Í þýskri grein árið 1923 fjallar höfundurinn um tón-
skáldið Jón Leifs og nefnir þar Ísland „Hellas Norðurlanda“.108
Hugsanlega vísbendingu um upphaf slagorðsins um Ísland sem
Hellas norðursins er að finna í enskri bók, Denmark and Sweden with
Iceland and Finland, sem gefin var út í Englandi árið 1916. Höfund -
urinn, Jón Stefánsson, hafði ungur flutt frá Íslandi og kenndi við
King’s College í Englandi. Jón vísar til tilburða Íslendinga til að
breyta samkomulagi sínu við Dani með skírskotun til sögulegra rétt-
inda þjóðarinnar. „Áköf þjóðernistilfinning“ Íslendinga er grund-
völluð á sameiginlegri arfleifð hinna skandinavísku þjóða sem
varðveist hefur í Íslendingasögunum. Ísland er þannig „hús fjár -
sjóðanna“ sem varðveitt hefur hina sameiginlegu fortíð. Danir ættu
að virða þessa sérstöðu Íslendinga og aðstoða við „… endurreisn
hinnar litlu þjóðar í Norður Atlandshafi …“109 Hinn nýstofnaði
Háskóli Íslands „… mun aftur lyfta upp kyndli menningar og
mennta sem brann svo skýrt á þjóðveldisöld á Íslandi.“110
Jón fullyrðir að engin skandinavísk þjóð njóti jafn ríkrar sam-
kenndar meðal Englendinga og Íslendingar og bendir á að það hafi
verið Englendingur, William Morris, „late Victorian Britain’s most
celebrated Icelandophile”, sem sagði: „Eins og Hellas er helgur reit-
ur fyrir þjóðir í suðri, þannig ætti Ísland að ver(ð)a Hellas Norður-
Evrópu.“111 Jón notar þessar hugleiðingar til að láta í ljós von um „a
grísk-rómversk arfleifð … 91
106 Gustav Neckel, „Island und Hellas“, Mitteilungen der Islandfreunde IX (3/4.
tbl., 1921–1922), bls. 35–44; Ferd. Wachter, Snorri Sturlusons Weltkreis (Leipzig:
Verlag von Breitkopf und Härtel 1835), bls. CXLVII.
107 Gustav Neckel „Island und Hellas“, bls. 35.
108 Sjá „Hitt og þetta“, Austanfari 2 (2. tbl., 1923), bls. 3. Greinin birtist í Rheinische
Musik- und Theater-Zeitung í Köln.
109 Jon Stefansson, Denmark and Sweden with Iceland and Finland (London: T. Fisher
Unwin 1916), bls. xxviii–xxix.
110 Sama heimild, bls. xxix.
111 „… as Hellas is holy ground to the nations of the South, so should Iceland be
a Hellas to Northern Europe.“ Mér hefur ekki tekist að finna hvar þessi full-
yrðing William Morris birtist fyrst á prenti. Lýsinguna á Morris sem „the most
celebrated Icelandophile“ er að finna í Andrew Wawn, The Vikings and the
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:51 AM Page 91