Saga - 2011, Page 93
Klassísk arfleifð, vestræn menning og
íslenskar fornbókmenntir
Undir lok 19. aldar varð gagnrýnin á menntastefnu Lærða skólans
áköf. Gagnrýnendur töldu að skólinn veitti eingöngu menntun fyrir
verðandi presta, lögfræðinga og lækna og að námsgreinarnar væru
óhagnýtar. Krafa dagsins var almenn menntun fyrir alla samfélags -
þegna, ekki eingöngu fáa útvalda. Unnendur klassískra fræða
töpuðu orustunni og ný reglugerð árið 1904 aflagði kennslu í grísku
og breytti nafni skólans að danskri fyrirmynd úr Lærða skólanum í
Hinn almenna menntaskóla í Reykjavík. Í ljósi væntanlegra breyt-
inga flutti rektor Lærða skólans, Björn M. Ólsen, eina af síðustu
ræðunum til varnar forntungunum þar sem hann bar lof á Svein -
björn Egilsson rektor. Að mati Björns hafði Sveinbjörn sem kennari
íslenskrar æsku í meira en þrjátíu ár ómæld áhrif á íslenska þjóð -
menningu, menntun og tungu. Þá höfðu þýðingar hans og tengsl
við leiðtoga hinnar íslensku þjóðar mikil áhrif á endurreisn íslenskrar
tungu. „Með þessu,“ segir Björn M. Ólsen, „hefur hann unnið þjóð -
erni voru ómetanlegt gagn, því að málið er undirstaða þjóðernistil-
finningarinnar.“115
Þótt fátt bendi til þess að Sveinbjörn hafi talið að þýðingar sínar
myndu auka þjóðernistilfinningu nemenda sinna gerðu fræðastörf
hans öðrum mögulegt að tengja þjóðmenningu Íslendinga við hina
klassísku arfleifð. Hann lagði einnig óbeint einn af hornsteinunum
í byggingu íslenskrar þjóðmenningar. Þetta gerði hann með því að
svipta hulunni af fornum norrænum ritum, sem og grísk-rómversk-
um, sem gerðu öðrum síðar kleift að færa rök fyrir sérstöðu bók-
menntaarfs norrænna miðalda í samanburði við klassískar grísk-
rómverskar bókmenntir. Því hefur enn ekki verið svarað hvers
vegna Sveinbjörn hóf að þýða klassískar grískar bókmenntir yfir á
íslensku að afloknu prófi í guðfræði.116 Sú ákvörðun, ásamt síauk-
inni áherslu á lestur grískra texta í Bessastaðaskóla, kynnti til sög-
unnar nýhúmanísk viðhorf á Íslandi. En þótt hið hellenska sjónar-
grísk-rómversk arfleifð … 93
115 Björn M. Ólsen, Skýrsla um hinn lærða skóla í Reykjavík 1897–1898 (1898), bls. 41.
116 Þetta er eitt af því sem skortir í doktorsritgerð Finnboga Guðmundssonar
(1960) um Hómersþýðingar Sveinbjarnar að mati annars andmælenda hans
við doktorsvörnina. Sjá Steingrím J. Þorsteinsson, „Doktorsrit um Hómers -
þýðingar Sveinbjarnar Egilssonar. Andmælaræða við doktorspróf Finnboga
Guðmundssonar í Háskóla Íslands 7. janúar 1961,“ Skírnir 135 (1961), bls. 227.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:51 AM Page 93