Saga - 2011, Side 95
íslenska menningu“ ef forntungurnar yrðu gerðar brottrækar úr
landinu.120 Kennarastóllinn í klassískum fræðum (1915–1926) tryggði
kennslu í grísku á háskólastigi en þó aðallega fyrir nemendur í
guðfræði.121
Um miðbik 20. aldar var það orðin viðtekin skoðun íslenskra
menntamanna að rætur vestrænnar menningar væru í grundvallar-
atriðum þrjár, þ.e. grísk-rómversk, kristin og norræn, eða þær þrjár
hefðir sem Sveinbjörn Egilsson hafði lagt rækt við í fræðastörfum
sínum. Líta ætti á íslenskar miðaldabókmenntir sem „eitt hinna
þriggja skæru ljósa í andlegu lífi mannkynsins. Þeim hefur verið
skipað við hlið Biblíunnar og hinna klassísku bókmennta Grikkja og
Rómverja.“122 Þannig komst Ólafur Lárusson háskólarektor að orði
í ræðu til heiðurs Noregsprinsi í tilefni af heimsókn hans í Háskóla
Íslands árið 1947. Ólafur lýsir hér skoðun sænsks fræðimanns,
Henrik Schück, sem íslenskir menntamenn höfðu þá þegar gert að
sinni eins og sjá má í Íslenzkri menningu Sigurðar Nordal frá árinu
1942.123 Með því að skipa fornbókmenntunum til sætis við hlið
mestu menningarafreka heimsins þrýstu norrænir menntamenn
Íslandi frá jaðrinum í hinu fjarlæga norðri til suðurs í átt að
miðjunni, að uppsprettu vestrænnar menningar. Álitamálið núna
var þó ekki spurningin um stöðu norrænna miðaldabókmennta sem
grísk-rómversk arfleifð … 95
120 Alþingistíðindi 1914 B, bls. 274–311 og 523–551.
121 Clarence E. Glad, „Grískulaus guðfræðideild“, Studia theologica Islandica 17
(2003), bls. 42–64.
122 Ólafur Lárusson, Árbók Háskóla Íslands, Háskólaárið 1946–1947 (1947), bls. 92.
123 Sigurður Nordal, Íslensk menning I (Reykjavík: Mál og menning 1942), bls.
156–157: „Henrik Schück hefur t.d. látið svo um mælt, að menning þeirra
Vesturlandaþjóða, sem um langt skeið hafa haft forystu í veraldarsögunni, sé
runnin frá þremur uppsprettum: fornmenningu Grikkja og Rómverja, —
hebreskri og kristinni lífsskoðun og trúarbrögðum, — siðum og hugsunar-
hætti hinna germönsku þjóða, sem frá upphafi þjóðflutninga til loka víkinga-
aldar settu mót sitt á nær allar þjóðir Norðurálfu.“ Sigurður vísar einnig í
Andreas Heusler og W.P. Ker og segir síðan: „Þær þrjár uppsprettulindir vest-
rænnar menningar, sem Henrik Schück talar um, hafa runnið saman og blan-
dazt margvíslega frá fornu fari.“ Sjá einnig Einar Ól. Sveinsson, „Um íslenzkt
þjóðerni“, Skírnir 127 (1953), bls. 46–47, sem einnig vísar til Henriks Schück:
„Fræg eru orð sænska bókmenntamannsins Schücks sem greinir þrjár upp-
sprettur vestrænnar menningar, sem í stuttu máli má kalla: Biblíuna, hinar
grísk-rómversku bókmenntir og listir, germanskar fornbókmenntir.“ Einar
heldur áfram: „Sumir útlendir menntamenn, hafa líkt íslenzkum fornbók-
menntum við bókmenntir Grikkja …“
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:51 AM Page 95