Saga - 2011, Síða 96
hluta af vestrænni menningu heldur spurningin um eignarhald á
þessari menningu. Hver átti tilkall til bókmenntaarfleifðar hinna
norrænu miðalda? Voru „„íslensku“ fornsögurnar“ norskar og
skandinavískar eða alfarið íslenskar?
Nokkrir íslenskir höfundar hafa haldið uppi merki hinnar klass-
ísku fornaldar með því að þýða grísk og latnesk rit á íslensku. Meðal
þeirra má á stöku stað sjá samanburð á hinni norrænu og klassísku
arfleifð.124 Sumir hafa jafnvel tengt umræðuna við þjóðerni eins og
19. aldar klassísistar gerðu. Þannig má finna dæmi um fullyrðingar
þess efnis að vanræksla á klassískum fræðum dragi úr viðleitni
Íslendinga „til sjálfstæðs menntaþroska“ þar sem þeir hætti þar með
að leggja rækt við „andlegt upphaf“ sitt. Í þessu sambandi séu þó
aðstæður á Íslandi ekki eins slæmar og í ýmsum öðrum löndum
Evrópu þar sem Íslendingar eigi dýrlega fortíð og menning þeirra
sé blanda af sameiginlegri evrópskri arfleifð, sem rekja megi aftur
til Aþenu og Rómar, og norrænnar, sem sé greypt óafmáanlega í vit-
und Íslendinga.125 Umræðan um tengsl hinnar klassísku arfleifðar
við íslenskt þjóðerni, sem enn má greina um miðbik 20. aldar, hefur
nú þagnað bæði meðal klassísista og annarra menntamanna. Á
sama tíma hafa áhrif Grikklands og hellenismans á Íslandi orðið
lokuð bók, í reynd terra incognita, ekki aðeins fyrir stjórnmálamönn-
um og öllum almenningi heldur einnig fyrir mörgum fræðimönn-
um.
clarence e. glad96
124 Guðmundur Finnbogason, „Lífskoðun Hávamála & Aristoteles“, Skírnir 103
(1929), bls. 84–103; Jakob Benediktsson, „Publius Vergilius Maro. 2000 ára
minning“, Ársrit Hins íslenska Fræðafjelags í Kaupmannahöfn 11 (1930), bls.
85–101; Jón Gíslason, „Líkingar, list og líf í skáldskap Hómers“, Skírnir 119
(1945), bls. 36–67; Steingrímur Thorsteinsson, „Platón — ’Úr Sam drykkj -
unni’“, Skírnir 121 (1947), bls. 112–147, og Einar Ól. Sveinsson, „Klýtæmestra
og Hallgerður. Þættir um grískar og norrænar mannlýsingar“, Við upp -
spretturnar. Greinasafn (Reykjavík: Helgafell 1956), bls. 91–114. Frá árinu 1974
hafa verið gefnar út allmargar þýðingar klassískra grísk-rómverskra rita í
röðinni Lærdómsrit Hins íslenska bókmenntafélags, t.a.m. Aristóteles,
Þeófrastos og Platon. Þá hafa birst þýðingar á Eneasarkviðu Virgils (í þýðingu
Hauks Hannessonar; Reykjavík: Mál og menning 1999) og Hamskipti Ovíðs (í
þýðingu Kristjáns Árnasonar; Reykjavík: Mál og menning 2009), svo dæmi
séu tekin.
125 Jón Gíslason, „Platón — ‘Ríki Platóns’, þýðingarbrot“, Skírnir 126 (1952), bls.
53–54; sbr. einnig Kristján Árnason, „Fyllt upp í eyður. Sígild erlend skáldrit á
íslensku“, Skírnir 147 (1973), bls. 114.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:51 AM Page 96