Saga - 2011, Síða 98
menningar, í bókmenntum og stjórnmálum, hefur því ekki verið
könnuð eða metin sem skyldi. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á
að þjóðernisvæðing fornfræðanna á 19. öld og framlag grískra forn -
fræða til þjóðernishyggju sé merkjanlegur en vanmetinn þáttur í
nútíma þjóðernisrannsóknum.127 Mikilvægt er að gera þeim þætti í
íslensku samhengi skil í rannsóknum komandi ára.
Lokaorð
Í þessari ritgerð hef ég lýst áhrifum hinnar klassísku arfleifðar — sér
í lagi hinnar grísku — á Íslandi á 19. öld og lagt mat á þau. Óhætt er
að fullyrða að þessi arfleifð kynnti til sögunnar ramma þar sem
Íslendingar gátu staðsett sögurit sín í alþjóðlegu menningarsam-
hengi og þannig ýtt þeim frá jaðrinum að miðju vestrænnar menn-
ingar. Hin klassíska arfleifð ásamt pólitískum hræringum í Evrópu
stuðlaði að mótun orðræðu á Íslandi þar sem íslenskri tungu og
miðaldabókmenntum var stillt upp gagnvart grískri tungu og
menningararfleið. Sambland efnisatriða úr grísk-rómverskum,
kristn um og norrænum heimildum hafði áhrif á heimsmynd margra
íslenskra menntamanna og viðhorf þeirra til spurningarinnar um
tengsl klassískrar og norrænnar menningar, um söguleg tengsl
clarence e. glad98
127 Benda mætti á eftirfarandi rannsóknir sem hafa fjallað um þátt hinnar grísk-
rómversku fornaldar í þjóðernislegri ímyndasköpun ólíkra landa: Classics and
National Cultures. Ritstj. Susan A. Stephens og Phiroze Vasunia (Oxford:
Oxford University Press 2010); Glenn Most, „Philhellenism, Cosmo politan -
ism, Nationalism“, Hellenisms. Culture, Identity, and Ethnicity from Antiquity to
Modernity. Ritstj. Katerina Zacharia (London: Ashgate Publishing 2008), bls.
151–167; Yannis Hamilakis, The Nation and its Ruins: Antiquity, Archaeology,
and National Imagination in Greece (Oxford: Oxford University Press 2007);
Caroline Winterer, The Culture of Classicism. Ancient Greece and Rome in
American Intellectual Life 1780–1910 (Baltimore MD: The Johns Hopkins
University Press 2002); The Impact of Classical Greece on European and National
Identities. Ritstj. M. Haagsma, Pim De Boer og E. M. Moormann (Amsterdam:
J. C. Gieben 2003); D. Kyrtatas, „The Conquest of Ancient Greek History by
Modern Hellenism During the 18th and 19th Century, Through the Mediation
of the West“, The Uses of Antiquity by Modern Hellenism (Athens: Etaireia
Spoudon Neoellinikis Paideias 2002), bls. 251–266; A. Leoussi, Nationalism and
Classic ism: the Classical Body as National Symbol in Nineteenth-Century England
and France (Basingstoke: Macmillan 1998); og S. Marchand, Down from
Olympus: Archaeology and Philhellenism in Germany 1750–1970 (Princeton:
Princeton University Press 1996).
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:51 AM Page 98