Saga - 2011, Blaðsíða 101
anna.1 Til samræmis við þessa stefnu voru í maímánuði 1997
samþykkt lög um stofnun nýrra hlutafélaga um Búnaðarbanka
Íslands og Landsbanka Íslands.
Skandinaviska Enskilda Banken (SEB) lýsti um mitt ár 1997 yfir
áhuga á að kaupa hlut í Landsbankanum, en setti það sem skilyrði
að hann fengi hreinan meirihluta ellegar ráðandi hlut með hliðsjón af
dreifðri eignaraðild. Framsóknarmönnum hugnaðist bærilega að
selja Svíunum en sjálfstæðismenn höfðu fremur fyrirvara.2 Mál -
flutn ingur Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálf -
stæðisflokksins, var á þessum árum mjög eindregið í þá veru að
eignarhald á fjármálafyrirtækjum skyldi vera dreift og þannig mætti
tryggja hlutleysi banka gagnvart atvinnulífinu. Davíð nefndi að
fimm til átta prósenta hlutdeild eins aðila í banka ætti að vera
hámark. Þessi tala var þó komin frá Kjartani Gunnarssyni, varafor-
manni bankaráðs Landsbankans, og Halldóri J. Kristjánssyni, banka -
stjóra sama banka.3 Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og for -
maður Framsóknarflokksins, lagði aftur á móti áherslu á að rétt væri
að leita til erlends aðila og þá sem kjölfestufjárfestis. Hann kveðst
hafa verið hlynntur dreifðri eignaraðild en þó ekki talið að skilyrði
um slíkt samræmdust evrópureglum — í raun geti enginn stjórnað
því hvað gerist á hinum frjálsa markaði. Slík afskipti gangi ekki upp.
Halldór hélt því einnig fram að framsóknarmönnum hafi verið það
mikið kappsmál að fá erlenda aðila til að standa að bankarekstri hér-
lendis, en að hans mati hefði þjóðremba orðið Íslendingum fjötur
um fót í þessu sem ýmsu öðru.4
Svo fór að ekkert varð úr viðræðum ríkisins við Enskilda Bank -
en og einkavæðingaráform Landsbanka og Búnaðarbanka voru lögð
til hliðar að sinni. Þar réð ef til vill mestu andstaða Davíðs Odds-
sonar.
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar -
flokks að loknum kosningum 1999 kom fram að hlutabréf í ríkis-
sagan af einkavæðingu búnaðarbankans 101
1 Vef. „Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks 1995“,
www. stjornarrad.is, sótt í september 2011.
2 „Símtal breytti bankasölunni“, Fréttablaðið 28. maí 2005, bls. 34.
3 Viðtal. Höfundur við fyrsta ónafngreinda heimildarmann (úr bankakerfinu).
Nokkrir heimildarmanna kusu að láta ekki nafns síns getið og verður hér eftir
vísað til þeirra í hlaupandi röð, sem fyrsta til fjórða. Umslag með nöfnum heim-
ildarmannanna hefur verið falið þjóðskjalaverði til varðveislu.
4 Viðtal. Höfundur við Halldór Ásgrímsson, 22. október 2009.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:51 AM Page 101