Saga - 2011, Page 102
bönkunum skyldu seld „með það að markmiði að ná fram hag ræð -
ingu á fjármagnsmarkaði, en tryggja um leið samkeppni á mark aðn -
um til að ná fram ódýrari þjónustu“.5 Þá yrði að gæta þess við söl-
una að ríkið fengi hámarksverð fyrir eign sína. Ríkið seldi fimmtán
prósent af heildarhlutafé í Landsbanka og Búnaðarbanka árið 1999
í áskriftarsölu til að tryggja dreifða eignaraðild.
Í kjölfar sameiningar Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. og
Íslandsbanka hf. árið 2000 ákváðu stjórnvöld að Landsbanki og
Búnaðarbanki, sem voru í meirihlutaeigu ríkisins, skyldu sam-
einaðir í einn banka, en þegar til þess kom féllst samkeppnisráð ekki
á sameininguna. Stjórnvöld voru þó ekki af baki dottin og í mars -
mánuði 2001 lagði Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra fram
frumvarp á Alþingi sem heimilaði sölu á öllu hlutafé ríkisins í bönk-
unum. Frumvarpið varð að lögum nr. 70/2001 og skyldi salan hefj-
ast á sama ári og ljúka fyrir kosningar 2003.6 Sérstök áhersla var
lögð á að erlend fjármálafyrirtæki kæmu að fjárfestingu í bönkun-
um sem svokallaðir kjölfestufjárfestar, en einnig var vilji til að
almenningur eignaðist hluti í þeim. Til samræmis við hin nýju lög
fór viðskiptaráðherra þess á leit að framkvæmdanefnd um einka-
væðingu gerði tillögu að fyrirkomulagi einkavæðingar Landsbank -
ans. Lagði nefndin til að stór hluti, eða að minnsta kosti þriðjungur,
yrði seldur til kjölfestufjárfestis með forvali og síðan lokuðu útboði.
Um sumarið var auglýst eftir ráðgjafa við söluna og hinn 17. ágúst
2001 tilkynnt að fjárfestingabankinn HSBC hefði orðið fyrir valinu.
Völdum erlendum fjármálastofnunum voru send bréf, en í október
og nóvember settu starfsmenn HSBC sig í samband við á annan tug
banka og gáfu þeim kost á að afla sér frekari upplýsinga. Haldið var
í umfangsmikið „road show“ erlendis til að kynna Landsbankann,
en alls var um tuttugu til þrjátíu erlendum bönkum boðinn hlutur
ríkisins til kaups. Undirtektir voru mjög dræmar; aðeins tveir
erlendir bankar lýstu sig reiðubúna til viðræðna, en aðstæður á
mörkuðum voru afar bágbornar. Árásirnar á tvíburaturnana 11.
september 2001 gerðu endanlega út um áform um sölu Landsbank -
ans að sinni. Framkvæmdanefndin fundaði með þeim tveimur
bönkum sem sýnt höfðu málinu áhuga, og 21. desember sendi
björn jón bragason102
5 Vef. „Í fremstu röð á nýrri öld. Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks 1999“, www. stjornarrad.is, sótt í september 2011.
6 Þingskjal 817. 521. mál. 126. löggjafarþing 2000–2001. Vef. www. althingi.is, sótt
í september 2011.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:51 AM Page 102