Saga - 2011, Page 107
son, formaður Framsóknarflokksins, voru í miklu og nánu sam-
bandi.18 Helgi hafði verið formaður bankaráðsins frá árinu 1997 og
að auki gegnt fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum fyrir Fram -
sóknar flokkinn. Stjórnendum Landsbankans mislíkaði aðferðafræði
S-hópsins; innan hans hefðu menn reynt að setja allt í eins mikið
uppnám og hægt var og jafnvel verið til í að fara með málið fyrir
dóm. Losna þurfti úr þessari úlfakreppu. Einn forystumanna Lands -
bankans á þessum tíma orðar þetta svo: „Okkur bar umfram allt
skylda til að hugsa um hagsmuni Landsbankans.“ Þessi forystu-
maður bankans sá fyrir sér að milli S-hópsins og nýrra eigenda
hefðu orðið stöðug illindi. En með því að selja hluti Landsbankans
í VÍS hefði minni hagsmunum verið fórnað fyrir meiri — ella hefði
öll einkavæðingin verið sett í uppnám. Jafnvel hefði framtíð ríkis-
stjórnarsamstarfsins verið teflt í tvísýnu.19 Frá þessu var jafnframt
greint í Fréttablaðinu síðar.20
Eiríkur S. Jóhannsson, framkvæmdastjóri Kaldbaks, sat á þess-
um tíma í stjórn Vátryggingafélags Íslands fyrir hönd KEA, en
boðað var til „krísufundar“ í stjórn VÍS laugardaginn 24. ágúst 2002.
Kjartan Gunnarsson, stjórnarformaður VÍS og varaformaður banka -
ráðs Landsbankans, setti fundinn og tilkynnti jafnharðan um fundar -
hlé. Síðan gengu þeir út Kjartan, Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri
Landsbankans, og Axel Gíslason, forstjóri VÍS, og inn á skrifstofu
Axels. Eftir sátu stjórnarmennirnir og vissu ekki hvaðan á sig stóð
veðrið. Nokkrum mínútum síðar hringdi Ólafur Ólafsson í Eirík og
sagði: „Veistu hvað er að gerast? Nú er Axel að hugsa um sjálfan
sig.“ Axel var að semja um starfslok sín.21 Litlir kærleikar voru með
Axel og Ólafi og lítil von til þess að Axel ætti framtíð fyrir sér sem
forstjóri eftir að Landsbankinn hefði selt hlut sinn, enda Ólafur nú
kominn með tögl og hagldir í S-hópnum.
Hinn 28. ágúst var samþykkt formlega að selja alla hluti Lands -
bankans í VÍS til S-hópsins. Salan á VÍS var samþykkt í bankaráði
Landsbankans með fjórum atkvæðum gegn einu, en Birgir Þór
Runólfsson, annar fulltrúa Sjálfstæðisflokks var einn á móti. Hins
vegar greiddi Guðbjartur Hannesson, fulltrúi Samfylkingarinnar,
sagan af einkavæðingu búnaðarbankans 107
18 Sama heimild.
19 Sama heimild.
20 „Sex daga stríðið um yfirráð í VÍS“. Stríðið um bankana. Þriðji hluti. Fréttablaðið
30. maí 2005, bls. 10–11.
21 Viðtal. Höfundur við Eirík S. Jóhannsson, 11. maí 2010.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:51 AM Page 107