Saga - 2011, Page 108
atkvæði með.22 Greint var frá kaupum S-hópsins á öllum hlutum
Landsbankans í VÍS daginn eftir. Opinberlega sagði Halldór J.
Kristjánsson svo frá að borist hefði gott tilboð sem Landsbankinn
hefði ekki getað hafnað.23
Um það leyti sem þessi viðskipti áttu sér stað voru viðræður um
sölu Landsbankans í fullum gangi, en S-hópurinn var þá einn
þriggja hópa fjárfesta sem framkvæmdanefnd um einkavæðingu var
í viðræðum við um kaup á hlut ríkisins í bankanum. Björgólfur Thor
Björgólfsson gagnrýndi þessa ráðstöfun á VÍS í viðtali við Morgun -
blaðið 31. ágúst 2002. Þar sagði hann það geta haft áhrif á kaupverðið
þegar ekki væri leitað til fleiri kaupenda og bætti við: „Þetta er
nákvæmlega það sama og talað var um þegar menn vildu auglýsa
hlutinn í bankanum þegar við sýndum áhuga. Þá var sagt að
jafnræðisregla yrði að gilda, en hún virðist ekki gilda um sölu á
hlutum í VÍS.“24 Sams konar viðhorf komu fram í yfirlýsingu frá
Eiríki S. Jóhannssyni, framkvæmdastjóra Kaldbaks, sem hann gaf út
fyrir hönd síns félags.25
Finnur Ingólfsson, seðlabankastjóri og fyrrverandi varaformaður
Framsóknarflokksins, tók við starfi forstjóra VÍS um mánaðamótin
september/október 2002. Af því tilefni sagði Finnur að hið mikla
eignarhald Landsbankans á VÍS hefði verið farið að setja Lands -
bank anum skorður. Finnur mun hafi verið mikill mannasættir og
náð að miðla málum milli þeirra Þórólfs Gíslasonar og Ólafs Ólafs-
sonar, en þeir deildu hart.26
Finnur hefur sjálfur sagt svo frá að „pólitísk uppskipting banka-
kerfisins“ sé „algjör tilviljun“, þrátt fyrir að hann fallist á skýrar
pólitískar tengingar S-hópsins við Framsóknarflokkinn. Hann hefur
sagt frá því opinberlega að hann hafi ekki byrjað að vinna með S-
hópnum fyrr en eftir einkavæðingu Búnaðarbankans. Sú skýring
björn jón bragason108
22 Viðtal. Höfundur við fyrsta ónafngreinda heimildarmann (úr bankakerfinu).
Aðrir fulltrúar í bankaráðinu voru þeir Helgi S. Guðmundsson og Jónas
Hallgrímsson fyrir Framsóknarflokk og Kjartan Gunnarsson fyrir Sjálf stæðis -
flokk.
23 „VÍS fer aftur til SÍS“, Fréttablaðið 30. ágúst 2002, bls. 9.
24 „Tímasetning á sölu eignarhlutar í VÍS gagnrýnd“, Morgunblaðið 31. ágúst 2002,
bls. 10.
25 „Yfirlýsing frá Kaldbaki fjárfestingarfélagi hf.“, Morgunblaðið 31. ágúst 2002,
bls. 10.
26 Viðtal. Höfundur við annan ónafngreinda heimildarmann (úr viðskiptalífinu).
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:51 AM Page 108