Saga - 2011, Page 110
Höfn í Hornafirði, en það er fjölskyldufyrirtæki Halldórs Ásgríms-
sonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, sem á þessum
tíma átti sæti í ráðherranefnd um einkavæðingu. Ekki þurfti að
koma á óvart að S-hópurinn skyldi velja Finn Ingólfsson sem for-
stjóra VÍS. Finnur var sérstakur trúnaðarmaður Halldórs Ásgríms-
sonar og forkólfar S-hópsins þekktu hann allir vel. Finnur hafði lag
á að sameina hópana auk þess sem þeir Helgi S. voru nánir vinir.
„Finnur var búinn að hygla þeim öllum og skamma þá alla.“28
Yfirráðin yfir VÍS styrktu mjög stöðu S-hópsins. Tryggingafélag
er mikilvægur bakhjarl í fjárfestingum, en á þessum tíma er þó lík-
legt að menn hafi verið varfærnari í fjárfestingum tryggingafélaga
miðað við það sem síðar varð. Einn fyrrverandi stjórnenda Lands -
bankans orðaði það svo að VÍS hefði verið „bakfiskurinn“ og styrkt
S-hópinn mikið, en þetta hefði „allt unnið mjög vel saman“.29
Ávöxt unin af VÍS varð ævintýraleg næstu ár. Svo dæmi sé tekið juk-
ust heildareignir VÍS um 116 prósent milli áranna 2004 og 2005 og
eigið fé um 92 af hundraði.30
Fjárfestingafélagið Meiður (síðar Exista) keypti sextán prósenta
hlut í VÍS í febrúar 2005 og varð þar með fjórði stærsti hluthafinn í
félaginu. Meiður var að stærstum hluta í eigu Lýðs og Ágústs
Guðmundssona í Bakkavör og KB banka. Alls var gert ráð fyrir því
að fjárfesting Meiðs næmi rúmum fimm milljörðum króna. Stærsti
hluthafinn í VÍS var eftir sem áður Hesteyri, síðan komu Eignar -
haldsfélag Samvinnutrygginga og loks KB banki.31 Eignir Hesteyrar
jukust stórkostlega á skömmum tíma. Í árslok 2002 voru eignir
félagsins metnar á rúma þrjá milljarða króna, en 8,97 milljarða
tveimur árum síðar. Hagnaður ársins 2004 nam alls 2,6 milljörðum
króna. Myndrit 1 sýnir hvernig eignir Hesteyrar jukust milli ára.
Þeir stjórnendur Landsbankans, frá þessum tíma, sem höfundur
hefur rætt við taka fram að þeir séu ekki stoltir af þeim aðferðum
sem notaðar voru við söluna. En framkoma framsóknarmannanna
hafi að mati Landsbankamanna verið „ruddaleg“ í þessu máli og
stjórnarslitum jafnvel hótað. Við upphaf einkavæðingarferilsins
björn jón bragason110
28 Viðtal. Höfundur við fyrsta ónafngreinda heimildarmann (úr bankakerfinu).
29 Sama heimild.
30 Vef. „VÍS — lykiltölur úr rekstri. Úr ársreikningi VÍS 2006“, www. visir.is, sótt
í október 2011.
31 Vef. „Meiður kaupir 16% í VÍS“, www. visir.is 22. febrúar 2005, sótt í september
2011.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 110