Saga - 2011, Page 121
Samkvæmt ársreikningi Eignarhaldsfélagsins Samvinnu trygg -
inga svf. jukust heildarskuldir félagsins um 1,16 milljarða milli
áranna 2003 og 2004 og lætur nærri að það sé sama upphæð og til-
tekin er hér að ofan.64 Samkvæmt ársreikningi Eglu námu skuldir
félagsins rúmum 2,7 milljörðum króna í árslok 2003, en væntanlega
er þar um að ræða lánið frá Landsbanka Íslands.65
Þýski einkabankinn Hauck & Aufhäuser var skráður fyrir helm-
ingshlut í Eglu, sem samtals fékk þrjá milljarða króna að láni til
kaupanna frá ríkisbankanum Landsbanka Íslands. S-hópurinn hafði
meðal annars verið valinn til kaupanna vegna þess að hann hafði
erlendan fjárfesti innanborðs sem kæmi þarafleiðandi með erlent
fjármagn inn í landið, líkt og nefnt var hér að framan. Kaupverðið
var hins vegar greitt með innlendu lánsfé.
Kaupsamningur við S-hópinn var undirritaður 16. janúar, en
söluandvirði hlutar ríkisins í Búnaðarbankanum var 11,4 milljarðar
samkvæmt bókhaldi ríkissjóðs.66 Sem helmingshluthafi í Eglu var
Hauck & Aufhäuser stærsti hluthafinn í Búnaðarbankanum, með
hlut upp á 16,3 prósent.
Samkvæmt kaupsamningi ríkisins og S-hópsins var hluthöfum
Eglu óheimilt að selja eða ráðstafa á annan hátt hlutum sínum í Eglu
í tuttugu og einn mánuð frá undirritun kaupsamnings nema að
fengnu skriflegu samþykki viðskiptaráðherra.67 Rúmu ári eftir undir -
ritun kaupsamnings barst viðskiptaráðherra bréf frá Kristni Hall -
grímssyni, lögmanni Eglu, þess efnis að veitt yrði undanþága frá
kaupsamningnum, sem svo var orðuð í bréfinu:
Til stendur, ef umbeðið samþykki verður veitt, að Hauck & Aufhäuser
Privatbankiers KGAA minnki hlut sinn í félaginu með sölu á hluta
hluta sinna til annarra hluthafa félagsins og/eða Eglu hf. um tæp 33%,
þannig að eignarhlutur H&A minnki úr hlutum að nafnverði kr.
7.239.000,00, sem taka til 50% alls hlutafjár í félagsins [svo], í hluti að
nafnverði kr. 2.505.307,00, sem taka til 17,31% alls hlutafjár í Eglu hf.68
sagan af einkavæðingu búnaðarbankans 121
64 Ársreikningar Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga svf. fyrir árin 2003 og
2004.
65 Ársreikningur Eglu hf. fyrir árið 2003.
66 Einkavæðing helstu ríkisfyrirtækja árin 1998–2003, bls. 71.
67 ÞÍ. Skjalasafn rannsóknarnefndar Alþingis. Kaupsamningur um hlutafé milli
íslenska ríkisins og Eglu hf., Samvinnulífeyrissjóðsins, Vátryggingafélags
Íslands hf. og Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga. Gerður 16. janúar 2003.
68 Bréf Kristins Hallgrímssonar til viðskiptaráðuneytis, 27. febrúar 2004.
Skjalasafn viðskiptaráðuneytis.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 121