Saga - 2011, Qupperneq 122
Kristinn segir síðan:
Erindi þetta felur í sér minniháttar frávik frá upphaflegum kaupsamn-
ingi aðila, og felur einvörðungu í sér að Egla hf. og/eða hluthafar þess
breyti eignarhlutföllum innan hópsins …69
Leyfi til undanþágu frá kaupsamningnum var veitt örfáum dögum
síðar, með örstuttri orðsendingu frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti,
en einu gögnin sem finnast um þetta mál í viðskiptaráðuneytinu eru
tvö bréf.70 Athygli vekur að orðalagið „minniháttar frávik“ skuli
vera notað í þessu sambandi, en af yfirlýsingum framkvæmda-
nefndar um einkavæðingu mátti skilja sem svo að þátttaka erlends
aðila hafi verið ástæða þess að kaupin voru ákveðin, auk þess sem
Peter Gatti hafði sagt við undirritun kaupsamnings að þeir myndu
eiga hlutabréfin í tvö ár.71
björn jón bragason122
69 Sama heimild.
70 Sama heimild, og bréf Benedikts Árnasonar og Þóru M. Hjaltested til Kristins
Hallgrímssonar, 8. mars 2004. Skjalasafn viðskiptaráðuneytis.
71 Málefni Hauck & Aufhäuser minna um margt á fjárfestingu Bruno Bischoff í
Samskipum. Ólafur Ólafsson varð forstjóri Samskipa árið 1992, en stærsta
verkefni hans var að finna kaupanda að kjölfestuhlut í félaginu. Hann leitaði
víða erlendis að kaupanda og kynntist fljótlega Christian Smitd, bankastjóra
Société Générale í Hamborg. Ólafur komst loks í samband við eigendur skipa-
félagsins Bruno Bischoff í þýska sambandsríkinu Bremen og skyldu þeir eign-
ast 34% hlut í Samskipum í gegnum eignarhaldsfélagið NAT, North Atlantic
Transport. Bruno Bischoff var gamalt fjölskyldufyrirtæki í eigu Eriku Bischoff,
ekkju Bruno, og barna þeirra Nicolas og Christinu. Bruno var með ríkisábyrgð
frá sambandslandinu Bremen til kaupanna á hlutnum í Samskipum, en hluti
samkomulagsins fólst í því að starfsemi Samskipa í Þýskalandi yrði flutt frá
Hamborg til Bremen og Bremerhaven, enda þótt þeir flutningar teldust ekkert
sérstaklega hagstæðir fyrir Samskip. Hér réð því innanlandspólitík för.
Bruno Bischoff var kynnt fyrir íslenskum fjárfestum sem traust, þýskt, ald-
argamalt fyrirtæki og úr varð að nokkur íslensk stórfyrirtæki og fjárfest-
ingasjóðir komu með nýtt hlutafé inn í Samskip. Landsbankinn fjármagnaði
jafnframt að hluta kaup íslensku félaganna, en þar var um að ræða Hof, sem
er eignarhaldsfélag Hagkaupsfjölskyldunnar, Samherja, Fóðurblönduna,
Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum, Vátryggingafélag Íslands (VÍS), Olíufélagið
hf., Samvinnulífeyrissjóðinn og Eignarhaldsfélag Alþýðubankans. Í kjölfarið
settist ný stjórn að völdum, en þar áttu sæti Gunnar Jóhannsson í Fóður -
blöndunni, formaður, Þorsteinn Már Baldvinsson í Samherja, Geir Magnússon,
forstjóri Olíufélagsins, Axel Gíslason, forstjóri VÍS, og Jón Pálmason, fulltrúi
Hagkaupsfjölskyldunnar. Rúmu ári síðar, eða í nóvember 1995, sagði frá því í
fréttum að Hof hygðist selja bréf sín í Samskipum til annarra hluthafa. Í
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 122