Saga - 2011, Síða 124
ans um samstarf í bankastarfsemi og „var því tekið prúðmannlega“
en svo var að skilja sem áhugi Þjóðverjanna væri í lágmarki.74
Hvað varð um hlut Hauck & Aufhäuser?
Eins og áður sagði veitti viðskiptaráðherra Hauck & Aufhäuser
undanþágu frá kaupsamningnum til sölu á hlutafé í Eglu. Í febrúar
2004 minnkaði hlutur Hauck & Aufhäuser, fór úr fimmtíu prósent-
um í 27 prósent. Eignahlutföllin voru þá eins og hér sést:
Frekari eignabreytingar innan Eglu áttu sér stað á næstu misserum.
Haustið 2004 seldi VÍS allan hlut sinn í Eglu til Kers, en Ker var
móðurfélag Olíufélags Íslands ehf., ESSO, auk fleiri félaga. Þá réð
Ker fyrir 48,9 prósenta hlut í Samskipum í árslok 2002 og átti um -
tals verða eignarhluti í mörgum öðrum félögum.75 Í tilkynningu til
Kauphallarinnar kom fram að þessi viðskipti byggð ust á samningi
milli Kers og VÍS, sem gerður var í janúar 2003 um sölurétt VÍS og
kauprétt Kers á hlutum VÍS í Eglu. Athygli vekur að söluréttar/-
kaupréttarverðið byggðist á fjárhæð innborgaðs hlutafjár í Eglu, auk
nánar tilgreindra meðaltalsvaxta samkvæmt útreikningi Seðla -
bankans, en ekki á rekstrarafkomu og efnahag Eglu hf. Eftir þessi
viðskipti átti VÍS enga hluti í Eglu en Ker átti orðið 73,86 prósent
hlutafjár í félaginu.76
Frekari breytingar urðu á eigendahópnum, en í árslok 2004
höfðu auk Kers (68,04%) og Hauck & Aufhaeuser (23,12%), bæst við
eignarhaldsfélögin Kjalar ehf. (4,81%), Sund ehf. (2,71%) og J&K
björn jón bragason124
!
45.!
60789!:!
;7<=7/5.!
!
!
!
!
!
!
! ! !
74 Viðtal. Höfundur við fjórða ónafngreinda heimildarmann (úr bankakerfinu).
75 Við einkavæðingu Búnaðarbankans sátu í stjórn Kers Kristján Loftsson,
formaður, Ólafur Ólafsson, Gísli Jónatansson, Margeir Daníelsson og Hannes
Smárason. Sjá Ársreikningur Kers hf. fyrir árið 2002.
76 Vef. „Kaupþing Búnaðarbanki — Innherjaviðskipti. Flokkur: Viðskipti inn-
herja“, www. news.icex.is, 30. ágúst 2004, sótt í september 2011.
Myndrit 2. Eignahlutföll innan Eglu
hf. 30. ágúst 2004. Heimild: Vef. Kaup -
þing Búnaðarbanki — Innherja-
við skipti. Flokkur: Viðskipti inn-
herja. news.icex.is, 30. ágúst 2004.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 124