Saga - 2011, Side 125
Eignarhaldsfélag ehf. (1,32%).77 Kjalar er eignarhaldsfélag Ólafs
Ólafssonar.
Hinn 14. júní 2005 keypti Kjalar hf. hlutabréf í Eglu að nafnverði
kr. 2.562.043, eða sem samsvaraði 23,12 prósenta eignarhlut í félag-
inu. Kaupverð hlutanna var kr. 5.501.000.000. Eigendur Eglu eftir
við skiptin voru Ker (68,04%), Kjalar (27,93%) og Fjárfestingarfélagið
Grettir hf. (4,03%). Hin nýju eignahlutföll má sjá betur af þessu
skífuriti:
Eignarhlutur Eglu hf. í Kaupþingi banka hf. var þá 63.733.352 hlutir,
eða 9,65 prósent af heildarfjölda hluta. Félagið átti þá kauprétt að
8.150.000 hlutum í bankanum.78 Kaupverðið sem hér er tilgreint, 5,5
milljarðar króna, nemur tveimur þriðju hlutum af upphaflegu
stöðunni, en alls hefði Hauck & Aufhäuser því átt að fá 8,2 milljarða
fyrir sitt framlag. Fjárfestingin var því tvöfölduð á tveimur árum sé
tekið mið af þessu.
Sameining Búnaðarbanka og Kaupþings
Búnaðarbankinn sameinaðist Kaupþingi í maí 2003, innan við þrem-
ur mánuðum eftir einkavæðingu þess fyrrnefnda. Sigurjón Þ. Árna-
son, sem var einn af lykilstjórnendum Búnaðarbankans á þessum
tíma, velkist ekki í vafa um að sameiningin hafi í raun verið ákveðin
fyrirfram. „Þessi díll, held ég, var allur og það að sameiningunni,
þetta var allt hannað miklu fyrr, það er alltaf talað um að það hafi
verið hannað í skrifstofunni hjá Sund [svo] í október 2002“, segir
Sigurjón.79 En hann vísar hér til fundahalda á skrifstofum eignar-
sagan af einkavæðingu búnaðarbankans 125
!
45.!
4>030.!
?.5@.!
!
!
!
!
!
!
! ! !
Myndrit 3. Eignahlutföll innan
Eglu 14. júní 2005. Heimild: Vef.
Kaupþing banki — Viðskipti með
hlut í Eglu. Flokkur: Viðskipti inn-
herja. news.icex.is, 14. júní 2005.
77 Vef. „Kaupþing Búnaðarbanki — Innherjaviðskipti. Flokkur: Viðskipti inn-
herja“, www. news.icex.is, 4. janúar 2005, sótt í september 2011.
78 Vef. „Kaupþing banki — Viðskipti með hlut í Eglu. Flokkur: Viðskipti inn-
herja“, www. news.icex.is, 14. júní 2005, sótt í september 2011.
79 „Siðferði og starfshættir í tengslum við fall íslensku bankanna“, Aðdragandi og
orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir. 8. bindi, bls. 29.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 125