Saga - 2011, Side 126
haldsfélagsins Sunds í litla turni Kringlunnar sem áttu sér stað í
október 2002, en Jón Kristjánsson í Sundi var á þessum tíma við -
skiptafélagi Ólafs Ólafssonar. Þar var gengið frá samkomulagi um
sameiningu Búnaðarbankans og Kaupþings, löngu fyrir einkavæð-
ingu þess fyrrnefnda.80 Á fundunum í Sundi sátu þeir, meðal ann-
arra, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Finnur Ingólfsson, en
einn heimildarmanna segir að þessir samningar hefðu aldrei tekist
án atbeina Finns.81 Ólafur Ólafsson hafði engin tengsl við forystu
Framsóknarflokksins að heitið gat.82 Gamall samstarfsmaður Ólafs
frá Samskipum kvaðst enda aldrei hafa heyrt hann ræða um póli-
tík.83
Sigurjón segir að í raun hafi Kaupþing yfirtekið Búnaðarbank -
ann og ekki hafi starfsmenn Búnaðarbankans mátt skoða bækur
Kaupþings við sameininguna. Vinnubrögð af þessu tagi eru nánast
fordæmalaus, enda stórar eignir sjaldnast keyptar án gaumgæfi-
legrar skoðunar. Um þetta farast Sigurjóni svo orð:
Já. Það var ekki gerð nein skoðun á því af því að menn vildu það ekki,
væntanlega vegna þess að … stærsti eigandinn hafi ekki viljað það,
talið það, eins og þú segir það, ekki talið þörf á því, en það [gengur ekki
upp], það hljómar í fyrstu atrennu allt í lagi, en það er rétt ef þú átt
fyrirtækið 100%. Ef þú átt ekki 100% fyrirtækið þá máttu ekki gera
svona. Eða, þú mátt það kannski, ég veit það ekki, en þú gerir það
ekki.84
Að mati Sigurjóns fengu Kaupþingsmenn með sameiningunni það
sem þeir þurftu: lánshæfismat og viðskiptabankagrunn á Íslandi.
Síðan segir hann: „… þetta var mjög snjallt, ég meina, þú veist, það
getur vel verið að þetta sé 100% löglegt, auðvitað mega menn plotta
um yfirtöku fyrirtækja, það er ekkert ólöglegt við það.“85
Skömmu síðar var Sigurjóni boðin bankastjórastaða við Lands -
bank ann og hvarf þá frá Búnaðarbankanum með marga af helstu
lykilstarfsmönnum bankans. Um þetta segir Sigurjón:
björn jón bragason126
80 Skrifstofur Sunds ehf. voru síðar fluttar í stóra turn Kringlunnar.
81 Viðtal. Höfundur við þriðja ónafngreinda heimildarmann (úr viðskiptalífinu).
82 Viðtal. Höfundur við fyrsta ónafngreinda heimildarmann (úr bankakerfinu).
83 Viðtal. Höfundur við þriðja ónafngreinda heimildarmann (úr viðskiptalífinu).
84 „Siðferði og stafshættir í tengslum við fall íslensku bankanna“, Aðdragandi og
orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir. 8. bindi, bls. 29.
85 Sama heimild, bls. 29.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 126