Saga - 2011, Page 127
… í Búnaðarbankanum vorum [við] búin að átta okkur á því að það var
tilgangslaust að vera þar vegna þess að það voru bara komnir nýir
menn þar sem ætluðu að renna honum inn í Kaupþing og þeir ætluðu
að stjórna öllu. Og við erum svona óþarfi bara, yrði hent út svona jafnt
og þétt.86
Einn stjórnenda Landsbankans frá þessum tíma gengur svo langt að
segja að þeir hafi þrír verið aðaldriffjaðrirnar í S-hópnum: Ólafur
Ólafsson, Finnur Ingólfsson og Sigurður Einarsson í Kaupþingi.
Kaupþing hafi tekið þátt í einkavæðingarferlinu allan tímann.87
Skarphéðinn Berg Steinarsson, sem var starfsmaður framkvæmda-
nefndar um einkavæðingu, segir að S-hópurinn hafi verið snjallari
en Kaldbaksmenn í að svara spurningum nefndarinnar. Þeir hafi
haft útlendan ráðgjafa og verið „mjög professional“. Allir fundir
fóru fram á ensku og allt efnið frá S-hópnum var mjög flott unnið,
en nefndarmönnum var þó ekki ljóst hver hefði unnið það fyrir þá.
Síðar hefði hann heyrt að S-hópurinn hefði unnið með Kaupþingi
allt frá því um haustið 2002, en á þeim tíma hefði embættismönnum
verið ókunnugt um það.88
Gagnrýnisraddir gerast háværar
Vorið 2005 birtist löng úttekt í Fréttablaðinu, þar sem hulunni var
svipt af aðdraganda einkavæðingar Landsbanka og Búnaðar banka.89
Framsóknarmenn töldu Samsonarmenn standa að baki þessum
skrifum. Halldór Ásgrímsson var þá orðinn forsætisráðherra og
kallaði hann Björgólf Guðmundsson, formann bankaráðs Lands -
bankans, til fundar við sig í stjórnarráðinu, þar sem hann hélt yfir
honum „eldmessu“, eins og Björgólfur orðar það.90 Þeim heimild-
armönnum sem höfundur hefur rætt við ber saman um að líkast til
hafi forysta Framsóknarflokksins ekki haft vitneskju um ýmsa þætti
er snerta S-hópinn, þar á meðal hvernig aðkomu þýska bankans
virðist raunverulega hafa verið háttað. Halldór, Valgerður Sverris -
dóttir og fleiri forystumenn flokksins hafi því verið blekktir.
sagan af einkavæðingu búnaðarbankans 127
86 Sama heimild, bls. 29.
87 Viðtal. Höfundur við fyrsta ónafngreinda heimildarmann (úr bankakerfinu).
88 Viðtal. Höfundur við Skarphéðin Berg Steinarsson, 26. maí 2010.
89 „Símtal breytti bankasölunni“, Fréttablaðið 28. maí 2005, bls. 50.
90 Viðtal. Höfundur við Björgólf Guðmundsson, 12. nóvember 2009.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 127