Saga - 2011, Síða 129
ekkert nýtt hafi verið lagt fram í málinu, sem stutt geti hinar víðtæku
ályktanir, er Vilhjálmur hefur dregið af gögnum þeim, sem hann hefur
lagt fram og þeim óformlegu upplýsingum, sem hann kveðst búa yfir.
Þvert á móti þykja liggja fyrir óyggjandi upplýsingar og gögn um hið
gagnstæða.
Í skýrslu ríkisendurskoðunar er tilgreint að Kaldbaki hafi meðal
annars verið hafnað á þeirri forsendu að þeir höfðu ekki virt erlent
fjármálafyrirtæki með í kaupendahópnum, en eins og að framan er
rakið var algjör óvissa um það fram á síðasta dag hver hin erlenda
fjármálastofnun væri í tilfelli S-hópsins.
Þingmenn vinstriflokkanna höfðu tekið undir málflutning
Vilhjálms, en Ögmundi Jónassyni, alþingismanni Vinstri grænna,
fórust svo orð um þetta mál:
Einkavæðing Búnaðarbankans, forvera KB banka, var sem kunnugt er
afar umdeild enda færði hún nokkrum aðilum í hendur gífurleg verð mæti
á spottprís. Margir þeirra, sem voru viðriðnir þessa sölu og hafa hagnast
um himinháar upphæðir, eru jafnframt nátengdir Fram sóknar flokknum.95
Stórkostlegur gróði af kaupunum
Þeir sem vissu af fyrirhugaðri sameiningu Búnaðarbankans og
Kaupþings bjuggu yfir mjög mikilsverðum innherjaupplýsingum.
Hagnaður sameinaðs banka varð gríðarlegur, en eignastaða helstu
félaga í S-hópnum gerbreyttist í kjölfar kaupanna á kjölfestuhlut
ríkis ins í Búnaðarbankanum og sér í lagi eftir sameininguna við
Kaupþing. Svo dæmi sé tekið var verðmæti heildareigna Eignar -
halds félags Samvinnutrygginga tæpir tveir milljarðar í árslok 2002;
ári síðar var þessi tala komin upp í 3,4 milljarða og tæpa 7,8 millj-
arða árið 2004. Þannig höfðu heildareignir félagsins nærri fjórfald-
ast á tveimur árum. Á sama tíma fór eigið fé félagsins úr 1,5 millj-
örðum króna upp í 4,3 milljarða. Hagnaður jókst að sama skapi
gríðarlega, nam 353 milljónum króna 2002 en var kominn upp í
tæpa 2,5 milljarða tveimur árum síðar. Árið 2003 nam hagnaður
félagsins 312 milljónum, svo hagnaðurinn nálega áttfaldaðist milli
ára. Af myndriti 4 má sjá hvernig eignir Eignarhaldsfélags Sam -
vinnu trygginga uxu stórum á örfáum árum:
sagan af einkavæðingu búnaðarbankans 129
95 Vef. „Beðið svars á Alþingi um sölu Búnaðarbankans“, www. ogmundur.is, 21.
febrúar 2006, sótt september 2011.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 129