Saga


Saga - 2011, Page 149

Saga - 2011, Page 149
Jón Jóhannesson sleppir því reyndar að ræða textana sem í Fornbréfasafni I, nr. 156, eru kallaðir „Gamli sáttmáli 1264“. Jón Sigurðsson tímasetti þá til ársins 1264 á þeim forsendum að þeir innihalda ekki ofangreindan eið sem nefnir báða kon- unga. Jón færði þau rök fyrir þessu að Hákon hefði aldrei verið nefndur í eiði sem unninn var eftir að hann lést í desember 1263. Skjölin í þessum hópi geyma áhugaverðan orðalagsmun sem hvorki Jón Sigurðsson né Jón Jóhannesson ræða. Sá munur gefur til kynna að aðgreining Jóns Sigurðssonar á milli texta frá 1262, 1263 og 1264 gangi alls ekki upp, og að miklu líklegra sé að þeir menn sem skrifuðu skjölin á 15. öld hafi gert sér í hugarlund að textarnir sýndu sáttmála sem gerðir voru árabilið 1262–1264. Það að nákvæm dagsetning var óþekkt, eða þótti ekki skipta máli, sést í texta sáttmálans í handritinu AM 456 12mo, þar sem ein- ungis er „Datum“ og hvorki fylgir staðsetning né dagsetning. Í handritinu Holm perg 27 4to frá 16. öld er aftur á móti ártalið 1263 eða „m. ijc. lxiij.“, sem styður þá hugmynd að þeir sem á 16. öld skrifuðu þessi skjöl hafi litið á þau sem fulltrúa elsta sáttmála Íslendinga og konungs sem nefndir eru í annálum og sögum, en ekki sem sáttmála við Hákon hálegg Magnússon frá byrjun 14. aldar. Enda þótt Jón Jóhannesson fjalli ekki sérstaklega um þennan hóp skjala („Gamli sáttmáli 1264“) ræðir hann mjög svipaðan texta úr handritinu AM 148 4to, sem Jón Sigurðsson í Fornbréfasafni I, nr. 153, kallaði „Annan sáttmála 1263“. Jón Jóhannesson telur að sá texti sýni sáttmála sem gerður var árið 1302 á milli íslenskra ráðamanna og Hákonar háleggs. Flokkun Jóns er þó ekki byggð á nákvæmri greiningu textans heldur getgátum um söguþráð sem hann spinnur út frá annálum og sagnaritum. Almennt skeytir hann lítt um texta sáttmálanna og segir líka á einum stað að afritun skjala á þessum árum hafi oft verið „ónákvæm“ og texti „blandaður“. Á þeim forsendum leyfir hann sér að leiðrétta ýmislegt sem hann lítur á sem ónákvæmni, og þegar þessi tiltekni hópur sáttmála er til umræðu afskrifar hann þá staðreynd að þar fylgir eiðurinn. Hann viðurkennir að örðugt sé að útskýra „hvers vegna eiðurinn fylgir þessari samþykkt í sumum handrit- um“ og gefur svo í skyn að ástæðan sé sú að skrifarar hafi með því viljað minna á upphaflegan sáttmála frá 1262. Sams konar rök notar Jón um setningar í skjalinu sem ekki fá staðist miðað við að vera skrifaðar árið 1302, svo sem það að jarl ætti að ráða yfir Íslandi. Með því að útiloka sumt og halda öðru býr Jón til ímyndaða texta og vinnur út frá þeim, en lítur framhjá þeim ráðgátum sem blasa við í text- unum eins og þeir koma fyrir í handritunum sjálfum. Séu öll skjöl af gerðinni Gamli sáttmáli tímasett til ársins 1302, eins og viðtekið er nú um stundir, verður að gera ráð fyrir tveimur ólíkum sáttmálum það ár, því þrjú handrit (AM 137 4to 3, AM 456 12mo 36, AM 136 4to) hafa texta sem er gjörólíkur hinum. Konrad Maurer útskýrði þetta með þeim hætti að árið 1302 hefðu Íslendingar samið tvö skjöl; annað var hyllingarskjal ætlað konungi og hitt var bréf sem fylgdi því til útskýringar, þar sem þeir settu skilyrði fyrir hyllingu konungs. Björn Ólsen taldi aftur á móti að síðara bréfið hefði verið skrifað árið 1306. Helgi Skúli gagnrýnir mig fyrir að ræða ekki tillögu Björns, og rétt er að ég hefði átt að nefna hana í ritum mínum, en sú yfirsjón jafngildir ekki því að rann- sóknir mínar séu villandi. Björn byggir hugmynd sína á annálum og Lárentíus sögu biskups, sem nefna fund á alþingi og bréf til konungs. Jón Jóhannesson jók við þessa tilgátu síðar og staðhæfði að Björn hefði sýnt fram á „hver væri hin rétta a response to „gamli sáttmáli …“ 149 Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 149
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.