Saga - 2011, Side 152
Saga XLIX:2 (2011), bls. 152–195.
skafti ingimarsson
Fimmta herdeildin
Hugleiðingar um Sovét-Ísland, óskalandið
Skömmu fyrir síðustu jól kom út bókin Sovét-Ísland, óskalandið.
Aðdragandi byltingar sem aldrei varð 1921–1946 eftir Þór Whitehead
prófessor. Rannsóknir Þórs hafa aðallega beinst að sögu íslenskra
stjórnmála á 20. öld, sérstaklega að samskiptum Íslands við stór-
veldin í tengslum við hernaðarmikilvægi landsins, bæði í heims-
styrjöldinni síðari og kalda stríðinu. Um þessi efni hefur Þór ritað
bækur og greinar, sem margar eru brautryðjandaverk á sínu sviði.
Þekktasta verk hans er án efa ritröðin Ísland í síðari heimsstyrjöld, sem
þegar fyllir fjögur bindi.1
Þór hefur einnig verið áberandi á öðru sviði íslenskrar sagn -
fræði, sem er saga íslenskrar vinstrihreyfingar. Bók hans Kommún -
istahreyfingin á Íslandi 1921–1934, sem kom út árið 1979, var fyrsta
heildstæða rannsóknin á sögu íslensku hreyfingarinnar. Verkið ber
þess merki að höfundurinn er undir sterkum áhrifum frá kenning-
um „alræðisskólans“, sem koma fram í beittri gagnrýni á bæði hug-
myndafræði og stjórnmálabaráttu kommúnista. Niðurstaða Þórs er
að íslenskir kommúnistar hafi frá upphafi verið handbendi ráða -
manna í Moskvu og verið stjórnað af Alþjóðasambandi kommún-
ista, Komintern. Þetta hafi komið í ljós þegar þeir klufu sig frá
Alþýðuflokknum og stofnuðu Kommúnistaflokkinn árið 1930.2
1 Þór Whitehead, Ísland í síðari heimsstyrjöld. Ófriður í aðsigi (Reykjavík: Almenna
bókafélagið 1980); Þór Whitehead, Ísland í síðari heimsstyrjöld. Stríð fyrir strönd-
um (Reykjavík: Almenna bókafélagið 1985); Þór Whitehead, Ísland í síðari heims-
styrjöld. Milli vonar og ótta (Reykjavík: Vaka-Helgafell 1995); Þór Whitehead,
Ísland í síðari heimsstyrjöld. Bretarnir koma (Reykjavík: Vaka-Helgafell 1999). Þór
hefur einnig samið yfirlitsrit á ensku um íslensk utanríkismál og kalda stríðið,
sjá Þór Whitehead, The Ally Who Came in from the Cold. A Survey of Icelandic
Foreign Policy 1945–1956 (Reykjavík: Centre for International Studies, University
of Iceland Press 1998).
2 Þór Whitehead, Kommúnistahreyfingin á Íslandi 1921–1934 (Reykjavík: Bóka -
útgáfa Menningarsjóðs 1979), bls. 96–97.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 152