Saga - 2011, Síða 153
Bók Þórs var brautryðjandaverk, líkt og margt annað sem hann
hefur skrifað. Afdráttarlaus túlkun hans varð hins vegar umdeild,
bæði meðal fræðimanna og þeirra sem stóðu vinstra megin í eldlínu
íslenskra stjórnmála á fyrri hluta 20. aldar. Ekki stóð heldur á
viðbrögðum frá vinstri vængnum. Næstu árin gáfu fyrrverandi for-
ustumenn Kommúnistaflokksins og Sósíalistaflokksins út endur-
minningar sem gengu á margan hátt þvert á niðurstöður Þórs.3
Innan fræðasamfélagsins lögðu menn líka sitt af mörkum til umræð -
unnar. Einn þeirra var Svanur Kristjánsson prófessor, sem birti grein
um efnið í Sögu árið 1984. Í greininni, sem er skrifuð undir áhrifum
frá kenningum „endurskoðunarsinna“, benti Svanur á mikilvægi
þjóðernishyggju í sögu íslensku hreyfingarinnar og varpaði um leið
fram þeirri spurningu hvort íslenskir kommúnistar hafi verið ætt-
jarðarvinir þrátt fyrir að þeir styddu Sovétríkin með ráðum og dáð.4
Greinin markaði þáttaskil í sagnaritun íslenska byltingarflokksins.
Fræðilega víglínan hafði verið dregin og snerist um spurninguna:
Var kommúnistaflokkum sem störfuðu utan Sovét ríkjanna algjör-
lega miðstýrt frá Moskvu, eða tókst flokkunum að halda afmörkuðu
sjálfsforræði?
Lengi vel virtist útilokað að svara ofangreindri spurningu með
nokkurri vissu. Eftir hrun Sovétríkjanna árið 1991 fengu vestrænir
fræðimenn í fyrsta sinn aðgang að skjalasöfnum austantjaldsríkj-
anna. Næstu árin tóku rannsóknir á sögu íslenskrar kommúnista-
hreyfingar stakkaskiptum og hafa síðan að mestu beinst að skjölum
í rússneskum og þýskum skjalasöfnum.5 Skiptar skoðanir eru hins
vegar um það meðal fræðimanna hvernig túlka beri þessar nýju
fimmta herdeildin 153
3 Einar Olgeirsson, Ísland í skugga heimsvaldastefnunnar. Jón Guðnason skráði
(Reykjavík: Mál og menning 1980). Einar Olgeirsson, Kraftaverk einnar kynslóðar.
Jón Guðnason skráði (Reykjavík: Mál og menning 1983). Einar Ólafsson,
Brynjólfur Bjarnason. Pólitísk ævisaga. (Reykjavík: Mál og menning 1989).
4 Svanur Kristjánsson, „Kommúnistahreyfingin á Íslandi. Þjóðlegir verkalýðs-
sinnar eða handbendi Stalíns?“, Saga, XXII (1984), bls. 201–241. Sjá einnig Ingi -
björg Sólrún Gísladóttir, Vinstri andstaðan í Alþýðuflokknum 1926–1930 (Reykja -
vík: Rót 1979); Þorleifur Friðriksson, Undirheimar íslenskra stjórnmála. Reyfara -
kenndur sannleikur um pólitísk vígaferli (Reykjavík: Örn og Örlygur 1988); Stefán
Hjartarson, Kampen om fackföreningsrörelsen. Ideologi och politisk aktivitet på Island
1920–1938 (Uppsala: Uppsala Universitet 1989).
5 Doktorsritgerð Ragnheiðar Kristjánsdóttur, Nýtt fólk. Þjóðerni og íslensk verka-
lýðsstjórnmál 1901–1944 (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2008), er undantekning frá
þessari reglu.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 153