Saga - 2011, Qupperneq 154
heimildir. Sumir telja að gögnin sýni ótvírætt að forustumenn
Kommúnistaflokksins og Sósíalista flokks ins hafi átt náið samráð við
ráðamenn í Moskvu, en aðrir halda því fram að þessi sömu skjöl
beri með sér að flokkarnir hafi að töluverðu leyti haldið sjálfsforræði
sínu gagnvart Moskvuvaldinu.6 Úr þessum ágreiningi hefur ekki
enn verið skorið. Nægir í því sambandi að benda á skoðanaskipti
Þórs Whitehead og Jóns Ólafssonar prófessors í Lesbók Morgunblaðs -
ins og Sögu, þar sem tekist er á um tengsl íslenskra kommúnista við
ráðamenn í Moskvu.7
Ný söguskoðun
Hin nýja bók Þórs um íslensku kommúnistahreyfinguna er um
margt frábrugðin hinni fyrri. Hér er ekki um að ræða almennt rit um
Kommúnistaflokkinn, heldur tekur höfundur tvo afmarkaða þætti
skafti ingimarsson154
6 Dæmi um bækur þar sem lögð er áhersla á tengslin við Moskvu eru Árni
Snævarr og Valur Ingimundarson, Liðsmenn Moskvu. Samskipti íslenskra sósíalista
við kommúnistaríkin (Reykjavík: Almenna bókafélagið 1992) og Arnór Hanni -
balsson, Moskvulínan. Kommúnistaflokkur Íslands og Komintern. Halldór Laxness og
Sovétríkin (Reykjavík: Nýja bókafélagið 1999).
Sá fræðimaður sem lagt hefur mesta áherslu á sjálfsforræði íslenskra komm-
únista gagnvart Moskvuvaldinu er Jón Ólafsson, Kæru félagar. Íslenskir sósíalist-
ar og Sovétríkin 1920–1960 (Reykjavík: Mál og menning 1999). Guðni Th.
Jóhannesson og Ragnheiður Kristjánsdóttir virðast svipaðrar skoðunar, sjá
Guðni Th. Jóhannesson, Óvinir ríkisins. Ógnir og innra öryggi í kalda stríðinu á
Íslandi (Reykjavík: Mál og menning 2006); Ragnheiður Kristjánsdóttir, Nýtt fólk.
7 Þór Whitehead, „Smáríki og heimsbyltingin. Um öryggi Íslands á válegum tím-
um“, Þjóðmál II:3 (2006), bls. 55–85; Jón Ólafsson, „Voru íslenskir kommúnistar
hættulegir?“, Lesbók Morgunblaðsins 7. október 2006, bls. 3; Þór Whitehead,
„Voru íslenskir kommúnistar hættulegir?“, Lesbók Morgunblaðsins 11. nóvember
2006, bls. 8–9; Jón Ólafsson, „Kommúnistar og stjórnskipulagið“, Lesbók Morgun -
blaðsins 18. nóvember 2006, bls. 6–7; Þór Whitehead, „Af ávöxtunum skuluð þér
þekkja þá. Svar til Jóns Ólafssonar“, Lesbók Morgunblaðsins 20. janúar 2007, bls.
6–7; Jón Ólafsson, „Heilagt stríð“, Lesbók Morgunblaðið 3. mars. 2007, bls. 12–13;
Jón Ólafsson, „Komintern gegn klofningi. Viðbrögð Alþjóða sam bands komm-
únista við stofnun Sósíalistaflokksins“, Saga XLV:1 (2007), bls. 93–111; Þór
Whitehead, „Eftir skilyrðum Kominterns. Stofnun Sameiningar flokks alþýðu —
Sósíalistaflokksins, 1937–1938“, Saga XLVI:2 (2008), bls. 17–55; Jón Ólafsson,
„Raunveruleiki fortíðar og eitt minnisblað“, Saga XLVII:1 (2009), bls. 149–161;
Þór Whitehead, „Eitt minnisblað og óraunveruleiki fortíðar. Svar til Jóns Ólafs-
sonar“, Saga XLVII:2 (2009), bls. 175–184; Jón Ólafsson, „Nokkur orð um álykt-
anir og túlkun heimilda“, Saga XLVIII:1 (2010), bls. 165–172.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 154