Saga - 2011, Síða 155
úr sögu hans til umfjöllunar og setur þá í samhengi við öryggi
íslenska ríkisins á fyrri hluta 20. aldar. Þór lítur svo á að þessir
megin þættir séu byltingarbarátta íslenskra kommúnista og tengsl
þeirra við „miðstöð heimsbyltingarinnar í Moskvu“ og bendir á að
fyrrnefnda þættinum hafi hingað til verið gerð lítil skil í ritum fræði-
manna, en íslenskir kommúnistar boðuðu, eins og kunnugt er, hina
óhjákvæmilegu byltingu öreiganna, bæði heima og erlendis.
Sagan sem Þór rekur í bókinni er saga byltingarflokksins, hvernig
hann undirbjó valdatöku sína í landinu og hver urðu við brögð
íslenska ríkisins og hinna stjórnmálaflokkanna. Hann leggur áherslu
á nauðsyn þess að „nálgast Kommúnistaflokkinn á hans eigin for-
sendum sem deild heimsflokks er laut ströngum reglum og járnaga
undir einræðisstjórn í Moskvu“.8 Kommúnistaflokkur Ís lands hafi
verið deild í Alþjóðasambandi kommúnista, sem hafði það yfirlýsta
markmið að steypa ríkjandi þjóðskipulagi með ofbeldi og byltingu.
Íslenskir kommúnistar hafi neitað að beygja sig undir leikreglur
lýðræðisins, viljað hnekkja borgaralegum lögum, lýst stríði á hend-
ur íslensku lýðræðissamfélagi og stofnað vopnað bardagalið í þeim
tilgangi að taka ríkisvaldið í sínar hendur með byltingu, enda hafi
þeir allt frá upphafi litið svo á að bylting væri eina leið verkalýðsins
til framtíðarlandsins. Starf og stefna „Íslandsdeildar Komintern“, og
síðar Sameiningarflokks alþýðu — Sósíal ista flokksins, hafi í raun og
veru öll beinst að þessu marki.9
Þór leggur einnig áherslu á vanmátt íslenska ríkisins á fyrri hluta
20. aldar. „Ríkið sem Kominterndeildin íslenska réðst gegn með
bakhjarli í Moskvu gat ekki veikara verið“ ritar Þór og bendir á að
ríkisvaldið hafi verið þess vanbúið að verja landið fyrir árás, bæði
utan frá og innan.10 Lögregluna hafi skort afl til að verja stofnanir
samfélagsins og lýðræðislega kjörna fulltrúa almennings fyrir skipu-
lagðri atlögu byltingarmanna, sem söfnuðu vopnum og æfðu
vopnaburð, ekki aðeins í Reykjavík heldur einnig í leynilegum
flokksskólum austur í Moskvu. Í þessu samhengi leggur Þór áherslu
á að vopnasöfnun íslenskra kommúnista hafi verið umfangsmeiri en
menn hafi ætlað og því hafi meiri hætta verið á ferðum en áður var
talið. Þetta hafi komið fram í átökum eins og þeim sem urðu í
fimmta herdeildin 155
8 Þór Whitehead, Sovét-Ísland, óskalandið. Aðdragandi byltingar sem aldrei varð
1921–1946 (Reykjavík: Bókafélagið Ugla 2010), bls. 425.
9 Sama heimild, bls. 424–425.
10 Sama heimild, bls. 426.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 155