Saga - 2011, Page 156
Reykjavík 9. nóvember 1932, þegar sveit kommúnista og verka-
manna lagði gjörvallt lögreglulið höfuðstaðarins að velli, eins og
frægt er orðið.11
Bók Þórs ber með sér að grundvallarviðhorf hans til viðfangs-
efnisins er óbreytt. Þór lítur enn svo á að íslenskir kommúnistar hafi
allt frá upphafi verið handbendi ráðamanna í Moskvu og þeim hafi
verið stjórnað af Komintern. Nú er hins vegar sá munur á að hann
tengir átök kreppuáranna, eins og Gúttóslaginn, sem hingað til hef-
ur verið lýst sem afleiðingu heimskreppunnar, óhikað við „byltingar -
þjálfun“ sem íslenskir kommúnistar hafi fengið í flokksskólum í
Moskvu.12 Þór byggir túlkun sína að hluta á „Moskvuskjölunum“
svonefndu. Um leið hafnar hann þeirri viðteknu söguskoðun að
stjórnmálabaráttan á Íslandi á fyrri hluta 20. aldar hafi farið fram í
friði og spekt og tengir þess í stað eina helstu hreyfingu íslenskra
stjórnmála á 20. öld beint við undirróður, ofbeldi og njósnir. Að
þessu leyti er bókin byltingarkennd, enda hefur enginn fræðimaður
gert jafnmikið úr þessum þætti stjórnmálabaráttunnar á Íslandi
áður. Í því ljósi er óhjákvæmilegt að skoða nánar þær heimildir sem
Þór byggir túlkanir sínar og niðurstöður á. Plássins vegna verður að
mestu sneitt hjá lýsingum hans á vopnaburði íslenskra kommún-
ista.13 Þess í stað verður sjónum einkum beint að lýsingu Þórs á
stefnu og starfi Kommúnistaflokks Íslands, samskiptum íslenskra
kommúnista við Alþjóðasamband kommúnista, námi þeirra í
flokks skólum sambandsins í Moskvu, starfsemi Varnarliðs verka-
lýðsins á kreppuárunum, aðdragandanum að stofnun Sameiningar -
flokks alþýðu — Sósíalistaflokksins og stefnu hans og starfsháttum
á stríðsárunum.
Stefna Kommúnistaflokks Íslands
Ein af lykilspurningum bókar Þórs er þessi: Hver var stefna Komm -
ún istaflokks Íslands og hvernig var samskiptum forustumanna hans
skafti ingimarsson156
11 Sama heimild, bls. 424–431.
12 Dæmi um bók þar sem Gúttóslagurinn er túlkaður sem liður í baráttu verka-
fólks fyrir bættum kjörum á kreppuárunum er Ólafur R. Einarsson og Einar
Karl Haraldsson, Gúttóslagurinn, 9. nóvember 1931. Baráttuárið mikla í miðri
heimskreppunni (Reykjavík: Örn og Örlygur 1977).
13 Þessi þáttur bókar Þórs hefur þegar verið gagnrýndur, sjá Kjartan Ólafsson,
„Nokkrar athugasemdir við bók Þórs Whitehead Sovét-Ísland, óskalandið“,
Tímarit Máls og menningar 72:1 (2011), bls. 82–98.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 156