Saga - 2011, Qupperneq 159
Þessi afstaða Einars var í blóra við hina yfirlýstu stefnu alþjóðasam-
bandsins, sem boðaði að alþýðan tæki ríkisvaldið í sínar hendur
með uppreisn og byltingu.19 Einar taldi að íslenskir kommúnistar
yrðu að móta stefnu sína eftir aðstæðum og sérkennum íslensks
samfélags, enda væri ástandið á Íslandi „alveg sérstakt að því leyti,
að yfirstéttirnar hefðu aldrei fullkomnað ríkisvaldið sem kúgunar-
tæki með því að koma sér upp eins konar stéttarher“.20 Ísland var
herlaust land. Þess vegna var þingræðisleiðin fær. En Einar útilok-
aði jafnframt ekki valdbeitingu ef í harðbakkann slægi. Það gat hann
ekki gert sem kommúnisti.21
Einar sat ekki auðum höndum í aðdraganda stofnunar Kommún -
ista flokksins. Hann barðist áfram fyrir skoðunum sínum, jafnvel
þegar ljóst var að Stalín hafði unnið sigur í valdabaráttunni innan
sovéska Kommúnistaflokksins og bolað Bukharin frá völdum. Hann
synti á móti straumnum innan alþjóðahreyfingar kommúnista,
meira að segja eftir að framkvæmdanefnd Komintern hafði sam -
þykkt á fundi árið 1928 að stefnt skyldi að flokksstofnun á Íslandi
vorið 1929.22 Í framhaldinu var efnt til verkalýðsráðstefnu komm-
únista á Jaðri við Reykjavík árið 1929, þar sem málið var loks leitt til
lykta. Einar lýsir því sem þar gerðist í endurminningum sínum: „Þar
varð sú skoðun ofan á, að ráðast skyldi í stofnun kommúnistaflokks.
Ég var þess letjandi, því að ég taldi heppilegra að koma upp vinstri
sósíalistahreyfingu og fá þannig í lið með okkur þá, sem við
kölluðum vinstri-sósíalista.“23 Með öðrum orðum: Einar var sam-
fimmta herdeildin 159
19 Norski Kominternfulltrúinn Haavard Langseth, sem heimsótti Ísland árið
1930, ætlaði að veitast að Einari í ávarpi til íslenskra kommúnista, með þeim
orðum að það væri „glæpsamlegt“ að tala með þessum hætti. Úr því varð þó
ekki. Ráðamenn Komintern felldu þennan hluta ávarpsins burtu, enda hefði
slík gagnrýni getað stefnt fyrirhugaðri flokksstofnun í hættu. Sjá ónefndur
sendandi til Haavards Langseths. 1. júní 1930. RGASPI. 495-177-3, bls. 17–23.
20 Einar Olgeirsson, Kraftaverk einnar kynslóðar, bls. 233.
21 Hér gefst ekki rúm til að fjalla um muninn á hugmyndum Einars og Brynjólfs
hvað þetta varðar, en það verður gert á öðrum vettvangi. Með miklum ein-
földunum má þó segja að Brynjólfur hafi alltaf verið vantrúaðri en Einar á að
þingræðisleiðin væri fær, þótt hann viðurkenndi jafnframt að hún samrýmdist
kenningum Leníns, sem er í sjálfu sér athyglisvert. Þess í stað lagði Brynjólfur
áherslu á að Kommúnistaflokkurinn yrði að vera viðbúinn hvorutveggja:
friðsamlegri leið og átakafullri valdatöku. Út frá þessu má kannski kenna hug-
myndir Brynjólfs við „raunsæi“ en Einars við „rómantík“.
22 Jón Ólafsson, Kæru félagar, bls. 39.
23 Einar Olgeirsson, Kraftaverk einnar kynslóðar, bls. 165.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 159