Saga - 2011, Page 161
urinn fylgdi Brynjólfi og hans mönnum. Þeir sem fylgdu Einari og
Stefáni að málum voru kallaðir „tækifærissinnar“ en þeir sem
studdu Brynjólf voru nefndir „réttlínumenn“.28 Niðurstöðuna þekkja
flestir. Stefán var sendur til Moskvu til að nema marxismann upp á
nýtt, en var að lokum rekinn úr Kommúnistaflokknum og komst
naumlega frá Sovétríkjunum, eins og Þór rekur í bókinni.29 Einar
slapp hins vegar við brottrekstur, eins og frægt er orðið, eftir að
vindarnir í Moskvu tóku óvænt að blása honum í hag.30
Staðan sem upp var komin í forustusveit íslenskra kommúnista
árið 1934 var því sannast sagna þverstæðukennd. Réttlínumennirnir
höfðu farið með sigur af hólmi í flokksdeilunum, í þeim skilningi að
Stefáni og fámennum hópi tækifærissinna hafði verið vikið úr
Kommúnistaflokknum. Hugmyndafræðilega hafði Einar hins vegar
haft á réttu að standa, í þeim skilningi að stefna alþjóðasambands-
ins var nú að snúast á þann veg sem hann hafði alla tíð barist fyrir
innan flokksins. En hver var þá niðurstaða „réttlínutímabilsins“?
Við skulum gefa Þór orðið:
Komintern hafði bælt niður tilraun til að gera Kommúnistaflokk Ís -
lands nokkru sjálfstæðari í starfi sínu og stefnumörkun. Moskvu valdið
hafði fest yfirráð sín yfir Íslandsdeild sinni með tilstyrk trún aðar -
manna, sem innvígðir höfðu verið í stalínskan rétttrúnað í byltingar-
skólunum. Sovétríkin höfðu eflt ítök sín á Íslandi til lengri tíma litið.
Brynjólfur Bjarnason stóð eftir ótvíræður leiðtogi Kommún ista flokks -
ins, ekki vegna stuðnings meirihluta flokksmanna, heldur sökum lið -
sinnis Kominterns.31
Þessi niðurstaða Þórs er að því leyti sannfærandi að alþjóðasam-
bandið sýndi í verki hvar valdið lá. Miðstjórn flokksins var sett af
og stjórnmálanefnd skipuð í hennar stað, en í henni sátu, auk Brynj -
ólfs og Einars, þeir Jón Rafnsson, Hjalti Árnason og Jens Figved, sem
allir voru harðir réttlínumenn.32 Hitt er hins vegar erfitt á að fallast
að Brynjólfur hafi komist frá átökunum sem ótvíræður leiðtogi
flokksins vegna stuðnings Komintern. Brynjólfur, sem hafði gengið
hart fram gegn Stefáni, fékk nú það þverstæðukennda hlutverk að
fimmta herdeildin 161
28 Haraldur Jóhannsson, Þá rauður loginn brann (Kópavogur: Bókaútgáfan Hildur
1991), bls. 217–222.
29 Þór Whitehead, Sovét-Ísland, óskalandið, bls. 267–285.
30 Árni Snævarr, „Flokkurinn og fyrirmyndarríkin“, Liðsmenn Moskvu, bls. 63–64.
31 Þór Whitehead, Sovét-Ísland, óskalandið, bls. 288.
32 Jón Ólafsson, Kæru félagar, bls. 77.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 161