Saga - 2011, Page 163
bótarmenn.38 Aðeins rúmu ári síðar var Kommúnistaflokkurinn
lagður niður og Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn
stofnaður. Í nóvember árið 1939 var Einar síðan orðinn formaður
Sósíalistaflokksins sem hann vildi stofna 10 árum áður. Í framhald-
inu kom það í hans hlut en ekki Brynjólfs að hafa forustu um að
móta framtíðarstefnu flokksins á stríðsárunum, en hún var hin
sjálfstæða þjóðlega leið Einars, sem fól í sér að hreyfingin átti að
þróast sjálfstætt í samræmi við þjóðlega erfð, án þess að bregðast
alþjóðahyggju sósíalismans.
Nú verður hver og einn að hafa sína skoðun á því hvers vegna
Þór kýs að rangtúlka pólitísk viðhorf Einars jafn gróflega og hann
gerir í bókinni. Nærtækt virðist þó að álykta að þetta sé liður í því
að draga upp þá mynd af hreyfingu íslenskra kommúnista og
sósíal ista að forustumenn þeirra hafi alla tíð verið sauðtryggir
Moskvuvaldinu, farið í einu og öllu eftir skipunum sem þaðan bár-
ust og lagt á ráðin um að taka völdin í landinu, með blóðugri bylt-
ingu ef því var að skipta. Sú skjalfesta skoðun Einars að hugmynd-
in um vopnaða uppreisn á Íslandi væri fráleit og að menn yrðu að
taka „tillit til sérstöðu landsins og sögulegrar þróunar þess“ virðist
ekki skipta Þór neinu máli.39
Línan frá Moskvu
Víkjum þá að seinna atriði áðurnefndrar spurningar, því hvernig
samskiptum íslenskra kommúnista við Moskvuvaldið var háttað.
Lýsing Þórs á þessu umdeilda atriði er að því leyti rétt að íslenski
flokkurinn var hluti af „heimsflokki kommúnista“. Flokkur inn var
deild í Alþjóðasambandi kommúnista og starfaði eftir reglum sem
giltu um skipulag kommúnistaflokka. Framkvæmda nefnd sam-
bandsins, sem hafði aðsetur sitt í Moskvu, hafði endanlegt úr skurðar -
vald í málefnum flokksins en þangað voru sendar skýrslur um starf-
semina á Íslandi með reglulegu millibili.40 Íslenskum kommúnistum
bar því ótvírætt að fylgja þeirri stefnu sem alþjóðasambandið setti á
oddinn hverju sinni. Skipti þá ekki máli hvort um var að ræða
fimmta herdeildin 163
38 Alþingismannatal 1845–1995 (Reykjavík: Skrifstofa Alþingis 1996), bls. 120–121,
138 og 224–225.
39 Jón Ólafsson, Kæru félagar, bls. 209–210.
40 Þór Whitehead, Kommúnistahreyfingin á Íslandi, bls. 35 og 52; Jón Ólafsson,
Kæru félagar, bls. 44–45.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 163