Saga - 2011, Page 164
vinstri róttækni á árunum 1928–1935, en þá áttu kommúnistar að
afhjúpa leiðtoga jafnaðarmanna sem sósíalfasista, eða á tímum sam-
fylkingar á árunum 1935–1939, þegar leita átti eftir samstarfi við
jafnaðarmenn í baráttunni gegn fasismanum. Í þessari staðreynd
lágu línuvendingarnar frægu sem hneyksluðu marga.41
Um það verður ekki deilt að Komintern lagði línurnar, skil-
greindi rammann sem erlendum kommúnistaflokkum bar að fylgja.
Það er hins vegar rangt að halda því fram að íslenskir kommúnist-
ar hafi ekki lagt neitt markvert til stefnu flokksins og að foringjar
hans hafi farið til Moskvu í þeim tilgangi einum að gefa skýrslur og
taka við fyrirmælum frá yfirmönnum Komintern, eins og Þór held-
ur fram. Lykilatriðið, sem verður að hafa í huga, er við hvaða að -
stæður íslenski flokkurinn starfaði. Hér skiptir mestu máli að flokk-
urinn var aldrei bannaður, eins og gerðist víða annars staðar. Hefði
starfsemi flokksins verið bönnuð, eins og hugmyndir voru uppi um
að gera í tilfelli Sósíalistaflokksins árið 1940, hefði Komintern síður
þurft að taka tillit til pólitískra aðstæðna hér á landi og átt auðveld-
ara með að koma stefnu sinni fram innan flokksins, jafnvel þvert á
vilja forustumanna hans. Þetta var hins vegar aldrei hægt sökum
þess að bæði Kommúnistaflokkurinn og síðar Sósíalistaflokkurinn
störfuðu í opnu lýðræðissamfélagi sem byggðist á þingræði. Þetta
birtist okkur meðal annars í þeirri staðreynd að bæði Kommún -
istaflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn buðu fram í öllum alþingis-
og sveitarstjórnarkosningum hér á landi á árunum 1930–1968, það
er á líftíma flokkanna.42 Bannaðir flokkar bjóða ekki fram í kosning-
um og hafa því litlar eða engar áhyggjur af úrslitum þeirra. Það gera
hins vegar flokkar sem bjóða fram. Útkoma Kommúnistaflokksins
og Sósíalistaflokksins í kosningum skipti líka bæði forustumenn
þeirra og fylgismenn höfuðmáli, enda beinn mælikvarði á það hvort
starfið skilaði árangri. Foringjar íslenskra kommúnista tóku því ekki
möglunarlaust við öllum tilmælum alþjóðasambandsins og allra síst
þeim sem vitað var að voru íslenska flokknum skaðleg. Þór horfir
hins vegar fram hjá þessari staðreynd og lætur eins og hún hafi eng-
skafti ingimarsson164
41 Kevin McDermott og Jeremy Agnew, The Comintern. A History of International
Communism from Lenin to Stalin (London: Macmillan 1996), bls. xx–xxii.
42 Kosningaskýrslur I–II 1874–1987 (Reykjavík: Hagstofa Íslands 1988). Á árunum
1956–1968 var Sósíalistaflokkurinn meginstoð Alþýðubanda lags ins, sem þá
starfaði sem kosningabandalag.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 164