Saga - 2011, Síða 167
Kommúnistaflokksins við að beita ofbeldi í stétta- og byltingarbarátt-
unni greindi sig ekki frá sviksamlegri linku jafnaðarmanna, var flokk-
urinn að bregðast frumskyldum sínum við Komintern. Fram kvæmda -
nefndin hnykkti á þessum dæmalausu ávítum með því að segja að
flokksforystan hefði einnig sýnt „of mikla hlýðni við lagabókstaf“.46
Í framhaldinu túlkar Þór bréfið síðan óhikað sem beina fyrirskipun
frá Alþjóðasambandi kommúnista til Kommúnistaflokks Íslands
þess efnis að flokkurinn skyldi ganga fram af skefjalausu ofbeldi í
baráttu sinni fyrir byltingu í landinu og skeyta ekki um lög og regl-
ur íslensks samfélags. „Byltingarþjálfun“ íslenskra kommúnista í
flokksskólunum eystra á að hafa verið órjúfanlegur liður í þessum
áformum sambandsins, en þannig átti að tryggja flokknum fyrirliða
sem færu í einu og öllu eftir fyrirmælum þess, enda hefðu þeir bæði
til þess „fræði- og tæknikunnáttu“, eins og það er orðað. Þannig
heldur Þór því í raun og veru fram að leiðtogar Komintern í Moskvu
hafi bruggað íslenska ríkinu launráð með aðstoð fimmtu herdeildar
íslenskra kommúnista. Eða, eins og segir orðrétt í bókinni: „Köld
voru þau ráð, sem valdsmenn í Moskvu höfðu bruggað til höfuðs
smáríkinu og lögregluþjónum Reykjavíkurbæjar. Ráðast átti á garð -
inn þar sem hann var lægstur.“47
Þessar túlkanir Þórs og niðurstöður eru athyglisverðar, enda eru
kenningar sem þessar ekki settar fram á hverjum degi í íslenskum
sagnfræðiritum. Gallinn er hins vegar sá að þær eiga sér enga stoð í
umræddri heimild, enda er ekkert byltingartal að finna í bréfinu og
þaðan af síður hvatningu til að beita kerfisbundnu, skipulögðu
ofbeldi í stjórnmálabaráttunni hér á landi, eins og Þór heldur fram.
Röksemdafærsla Þórs einkennist líka, þegar grannt er skoðað, af
innra ósamræmi sem birtist skýrt í þeirri hugmynd hans að sam-
bandið hafi veitt íslenska flokknum það sem hann kallar „dæma-
lausar ávítur“, en aðeins með „óbeinum orðum“. Hefði stjórnmála -
ráðið litið framgöngu íslensku kommúnistanna jafn alvarlegum
augum og Þór ætlar, þá hefði það ekki talað í kringum hlutina held-
ur komið sér að efninu, umbúðalaust. En það gerði ráðið einmitt
ekki. Orðalag og ummæli stjórnmálaráðsins í bréfinu einkennast
þvert á móti af hófstillingu og þeirri yfirlýstu stefnu alþjóðasam-
bandsins frá árinu 1928 að kommúnistaflokkunum bæri að vinna
verkalýðinn á sitt band með því að taka forustu í verkalýðsbarátt-
fimmta herdeildin 167
46 Þór Whitehead, Sovét-Ísland, óskalandið, bls. 155–156.
47 Sama heimild, bls. 156.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 167