Saga - 2011, Page 168
unni og sýna þannig fram á muninn á stefnu kommúnista og
jafnaðarmanna, í þeirri trú að verkalýðurinn væri að gerast rót-
tækari. Túlkun Þórs á efni bréfsins er dæmalaus, enda er leitun að
sambærilegri oftúlkun á sögulegri heimild í íslensku sagnfræðiriti.
Í þessu sambandi má til dæmis benda á að Arnór Hannibalsson
prófessor, sem hin síðari ár verður aldrei sakaður um að draga
taum kommúnista, fjallar um þetta sama bréf í bókinni Moskvu -
línan, sem kom út árið 1999, en dregur engar viðlíka ályktanir af
efni þess.48
Flokksskólarnir í Moskvu
Einn umdeildasti þáttur bókar Þórs, sem er raunar nátengdur hug-
myndum hans um vopnaburð íslenskra kommúnista, er án efa
lýsing hans á námi íslenskra kommúnista í flokksskólum alþjóða -
sambandsins, Lenínskólanum og Vesturháskólanum í Moskvu, á
árunum 1929–1938. Þór leggur áherslu á leyndina sem hvíldi yfir
starfsemi flokksskólanna, en útskýrir ekki hvernig á þessu stóð.49
Leyndarhyggjan átti rætur sínar að rekja til þess að rússneski bolsé-
víkaflokkurinn var bannaður á keisaratímanum. Flokkurinn þurfti
að leyna starfsemi sinni og var beinlínis skipulagður í samræmi við
þá staðreynd.50 Kommúnistaflokkar utan Sovétríkjanna tóku síðan
upp samskonar skipulag eftir að bolsévíkar komust til valda í
Rússlandi, en margir þeirra voru einnig bannaðir. Að vera félagi í
slíkum flokki gat því verið hættulegt, þýtt fangelsisvist og jafnvel
dauða. Leyndin sem hvíldi yfir starfsemi flokkanna og flokks -
skólanna var því að þessu leyti nauðsynleg. Og flokkarnir urðu
ávallt að vera undir það búnir að þurfa að starfa með leynd ef þeir
yrðu skyndilega bannaðir, eins og gerðist í Þýskalandi eftir að nas-
istaflokkur Hitlers komst til valda.
Lýsing Þórs á starfsemi flokksskólanna eystra og veru Íslend-
inganna í þeim er umhugsunarverð. Þór heldur því fram að eitt
helsta atriðið í starfsemi skólanna hafi verið einskonar hagnýt
byltingar þjálfun sem birtist í ríkri áherslu á vopnaburð og skotæf-
skafti ingimarsson168
48 Arnór Hannibalsson, Moskvulínan, bls. 86–87.
49 Þór Whitehead, Sovét-Ísland, óskalandið, bls. 90–94.
50 V. Í. Lenín, Hvað ber að gera? Knýjandi vandamál hreyfingar okkar. Þýð. Ásgrím-
ur Albertsson (Reykjavík: Heimskringla 1970), bls. 147–237; Robert Service,
Lenin. A Biography (London: Macmillan 2000), bls. 137–142.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 168