Saga - 2011, Síða 169
ingar, þótt hann viðurkenni jafnframt að námið hafi að langmestu
leyti verið bóklegt. Engu að síður talar hann óhikað um „hernaðar-
námið í Moskvu“, greinir hvað eftir annað frá „þjálfun í hernaði og
mannvígum“ og fullyrðir að 15 Íslendingar hafi numið „samsær-
isfræði“ í Lenínskólanum.51 Og Þór lætur ekki þar við sitja heldur
segir líka að það hafi verið „sérstaklega vel við hæfi“ að íslensku
nemendurnir „sem voru þjálfaðir í hernaði og voru snortnir af
hernaðarandanum í Sovétríkjum Stalíns“ kenndu ýmiskonar starf-
semi sína við hereiningar.52
Þór byggir þessar fullyrðingar sínar á tvennskonar heimildum.
Annars vegar bendir hann á að Andrés Straumland, Benjamín
Eiríks son, Helga Guðmundsdóttir, Helgi Guðlaugsson og Stefán
Pjetursson hafi öll staðfest að æfingar í vopnaburði hafi tíðkast í
Moskvu.53 Hins vegar vísar hann í nýlega doktorsritgerð norska
sagnfræðingsins Ole Martin Rønning, þar sem fjallað er um náms-
dvöl norskra kommúnista í flokksskólunum eystra.54
Þegar frásagnir Íslendinganna eru skoðaðar leikur enginn vafi á
því að þær eru trúverðugar. Upplýsingar um skotæfingar nemenda
í Moskvu eru hins vegar ekki nýjar af nálinni og hafa raunar verið
kunnar frá því að Árni Snævarr greindi frá dagbók Andrésar
Straumland í bókinni Liðsmenn Moskvu er kom út árið 1992, en af
henni má ráða að sérstakir „vopnadagar“ hafi verið hluti af námskrá
Lenínskólans.55 Þá má líka benda á lýsingu Benjamíns Eiríkssonar á
skotæfingu við Vesturháskólann, sem hann segir frá í æviminning-
um sínum er út komu árið 1996.56 Í sambandi við frásagnir Íslend-
inganna er þó vert að geta þess að Helgi Guðlaugsson gerði lítið úr
þessum þætti námsins í viðtölum, sem Ólafur Grímur Björnsson tók
við hann á árunum 1997–1999, og tók sérstaklega fram að allar hug-
myndir um einhverskonar heræfingar í Lenínskólanum væru frá-
leitar: „Það tal held ég, að heyri „kommúnistaófreskjunni“ til.
Komm únistar héldu ekki, að vopnuð bylting eða valdataka yrði á
fimmta herdeildin 169
51 Þór Whitehead, Sovét-Ísland, óskalandið, bls. 94–100.
52 Sama heimild, bls. 242.
53 Sama heimild, bls. 97–99.
54 Ole Martin Rønning, Stalins elever. Kominterns kaderskoler og Norges Kommun -
istiske Parti 1926–1949 (Doktoravhandling i historie: Universitet Oslo 2010).
55 Árni Snævarr, „Flokkurinn og fyrirmyndarríkin“, Liðsmenn Moskvu, bls.
48–49.
56 Benjamín H. J. Eiríksson í stormum sinna tíða. Hannes Hólmsteinn Gissurarson
skráði eftir sögn hans sjálfs (Reykjavík: Bókafélagið 1996), bls. 129.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 169