Saga - 2011, Qupperneq 170
Íslandi, ekki glóra í því“, eins og Helgi orðaði það.57 Þór gerir aftur
á móti lítið úr þessari frásögn Helga, sem stangast á við hans eigin
túlkanir, og gefur í skyn að Helgi hafi ekki verið með öllu hreinskil-
inn í viðtalinu, enda hafi hann verið sósíalisti til æviloka.58
Hvað doktorsritgerð Ole Martin Rønning varðar er það rétt að þar
kemur fram að vopnaburður og skotæfingar voru hluti af námskrá
Lenínskólans og líklega einnig Vesturháskólans. Um þetta atriði þarf
því ekki að deila. Það sem er hins vegar athyglisvert við framsetningu
Þórs er að hann lítur framhjá helstu niður stöðu Rønnings, en hún er
einmitt sú að þjálfun í vopnaburði og skotæfingar hafi verið hreint
aukaatriði („rent marginal“) í náminu í flokksskólunum eystra, enda
hafi starfsemi þeirra fyrst og fremst miðað að því að þjálfa upp dug-
andi starfsmenn fyrir kommúnistaflokkana, sem væru vel að sér í bol-
sévískum hugsunarhætti, en ekki herskáa byltingarbardagamenn eins
og Þór heldur fram.59 En í stað þess að horfast í augu við staðreynd-
irnar gerir Þór þann hluta námsins sem var hreint aukaatriði að aðal -
atriði það sem eftir er bókarinnar.
Tilgangurinn með því að vísa í hina nýju doktorsritgerð Ole
Martin Rønning er eflaust sá að sýna og sanna í eitt skipti fyrir öll
að vopna burður hafi verið hluti af námi íslensku kommúnistanna í
Moskvu. Það er hins vegar óþarft að leita út fyrir landsteinana til að
finna sannanir um þetta efni; þær má finna í gögnum Andrésar
Straumland, sem varðveitt eru á Þjóðskjalasafni Íslands. Þegar
náms gögn Andrésar, sem stundaði nám við Lenín skólann á árun-
um 1930–1931 og gekk undir dulnefninu Viktor Lark, eru skoðuð
sést að námið skiptist í meginatriðum í tvo aðskilda þætti. Annars
vegar var hinn sögulegi hluti námsins, almenn stjórnmálasaga þar
sem áhersla var lögð á sögu Rússlands og byltingarinnar, sögu ver-
kalýðshreyfingarinnar á heimsvísu og sögu Komint ern. Hins vegar
var síðan hugmyndafræðilegi hluti námsins, sem kenndur var við
sögulega efnishyggju, en þar sökktu nemendur sér niður í kenning-
ar þeirra Marx, Leníns og Stalíns, fræddust um uppbyggingu
kommúnistaflokka og hvernig standa ætti að skipulags- og áróðurs-
málum flokkanna.60
skafti ingimarsson170
57 Ólafur Grímur Björnsson, „Hallgrímur Hallgrímsson. Kreppuár í Reykjavík og
ferðin til Sovétríkjanna“, Súlur XXXII:45 (2006), bls. 136.
58 Þór Whitehead, Sovét-Ísland, óskalandið, bls. 98.
59 Ole Martin Rønning, Stalins elever, bls. 86–94.
60 ÞÍ. Sögusafn verkalýðshreyfingarinnar. B-01: 1/3. Skólagögn Andrésar Straum -
land.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 170