Saga - 2011, Qupperneq 171
Námsgögn Andrésar, sem skipta hundruðum blaðsíðna, eru ítar-
leg og gefa fágæta mynd af skipulagi og framkvæmd námsins í
flokksskólunum í Moskvu. Í þessum gögnum er þó aðeins að finna
sex blaðsíður sem tengjast „hernaðarnáminu“, eins og Þór kallar
það. Um er að ræða þrjá uppdrætti, sem greinilega tengjast bóklegri
kennslu í herstjórnarlist, er sýna grunnþætti í skipulagi herdeildar
og hvernig gera skuli áhlaup á víglínu óvinarins. Að auki eru síðan
fjögur önnur blöð sem sýna að nemendur voru látnir leysa verkefni
sem fólst meðal annars í því að koma skipulagi á ímynd aðar
liðsveitir uppreisnarmanna í bænum Salisbury í Englandi, sem átti
að vera á barmi byltingar.61
Þór virðist telja mikilvægi heimilda á borð við þessar slíkt að þær
réttlæti þann ásetning hans að endurskrifa íslenska stjórnmálasögu
á fyrri hluta 20. aldar. Nærtækt virðist þó að álíta að svo sé ekki,
enda sýnir námskrá Lenínskólans, sem Ole Martin Rønning birtir
einmitt í doktorsritgerð sinni, að hlutverk skólanna var að þjálfa
upp starfslið fyrir kommúnistaflokkana. Þetta sést líka þegar listinn
yfir íslensku nemendurna í Lenínskólanum og Vesturháskólanum
er skoðaður, en af honum má ráða að Eggert Þorbjarnarson hafði
þetta hlutverk með höndum í Reykjavík, Eyjólfur Árnason á Ísafirði,
Þóroddur Guðmundsson á Siglufirði, Steingrímur Aðalsteinsson á
Akureyri, Kristján Júlíusson á Húsavík og Haraldur Bjarnason í
Vestmannaeyjum. Þá var Jens Figved erindreki miðstjórnar flokks-
ins, en starf hans fólst í því að heimsækja flokksdeildir úti á landi,
kynna ályktanir flokksforustunnar og sjá til þess að deildirnar væru
gagnrýnar á stafsemi sína.62
Nemendahópurinn eystra var annars fjölbreyttur og sóttist
námið misvel. Stefán Pjetursson flúði til dæmis frá Moskvu, eins og
frægt er orðið, en Jafet Ottósson og Gísli Indriðason voru sendir
heim, Jafet vegna pólitísks þroskaleysis en Gísli vegna skorts á
sjálfsgagnrýni.63 Guðrún Rafnsdóttir var eiginkona Eggerts og
fylgdi manni sínum til Moskvu af þeim sökum, en Elísabet Eiríks -
dóttir, sem var barnakennari, bæjarfulltrúi og formaður Mæðra -
styrks nefndar Akureyrar, fór til Sovétríkjanna til að kynna sér skóla-
fimmta herdeildin 171
61 Sama heimild.
62 Lbs. 16 NF. Kommúnistaflokkur Íslands. Félagatal 1930–1938. Kjartan Ólafsson
tók saman. Af gerðabókum flokksdeilda Kommúnista flokksins má ráða að Jón
Rafnsson gegndi sama hlutverki og Jens, en ekki er vitað til þess að hann hafi
stundað nám í flokksskólunum í Moskvu.
63 Jón Ólafsson, Kæru félagar, bls. 60–63 og 75–77.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 171