Saga - 2011, Síða 172
og velferðarmál. Ingibjörg Steinsdóttir heimsótti Ráðstjórnarríkin í
þeim tilgangi að kynna sér leiklist og Lilja Halblaub hélt austur eftir
að hún varð að hætta námi í Menntaskólanum á Akureyri sökum
fjárskorts.64 Jóhannes Jósepsson, sem starfaði við síldveiðar og land-
búnað áður en hann hélt til Moskvu, varð formaður Félags ungra
kommúnista í Reykjavík eftir heimkomuna.65 Enn aðrir héldu í
austur veg eftir að hafa orðið fyrir pólitískum ofsóknum heima fyrir.
Þetta átti til dæmis við um Ásgeir Blöndal Magnússon og Eymund
Magnússon, en báðir voru þeir reknir úr skóla vegna stjórn -
málaafskipta, Ásgeir úr Menntaskólanum á Akureyri en Ey mundur
úr Menntaskólanum í Reykjavík.66
Þegar á heildina er litið er myndin sem Þór dregur upp af veru
íslenskra kommúnista í Lenínskólanum og Vesturháskólanum í
Moskvu fráleit, enda hefur enginn erlendur fræðimaður lýst nám-
inu eystra með svipuðum hætti.67 Alls er vitað um 22 íslenska
kommúnista sem stunduðu nám í flokksskólunum í Moskvu á árun-
um 1929–1938. Allir héldu þeir til Sovétríkjanna með misjafnar
vænt ingar og á ólíkum forsendum. Dæmin sem upp voru talin sýna,
svo ekki verður um villst, að þarna var ekki á ferðinni sá harðsvíraði
hópur byltingarmanna sem Þór lætur í veðri vaka. Staðreyndin er
líka sú að aðeins einn þeirra tók sér skotvopn í hönd eftir að heim
var komið, en það var Hallgrímur Hallgrímsson sem barðist við hlið
lýðveldissinna þegar borgarastyrjöldin á Spáni stóð sem hæst, en
frásögn hans af hildarleiknum kom út árið 1941.68
skafti ingimarsson172
64 Sigríður Thorlacius, „Lilja Halblaub hjúkrunarkona. Minningarorð“, Dagur 1.
desember 1973, bls. 2.
65 Hólmsteinn T. Hólmsteinsson, „Jóhannes Jósepsson“, Dagur 27. október 1995,
bls. 14.
66 Jón Ólafsson, „Í læri hjá Komintern“, Ný Saga 9 (1997), bls. 4–15; Jón Ólafsson,
Kæru félagar, bls. 50–83; Hannes Hólmsteinn Gissurarson, „Í þjálfunarbúðum
byltingarmanna. Íslendingar í Lenínskólanum og Vestur skólan um í Moskvu“,
Þjóðmál IV:4 (2008), bls. 70–86.
67 Sjá til dæmis Julia Köstenberger, „Die Internationale Lenin-Schule (1926–
1938)“, Biographisches Handbuch zur Geschichte der Kommunistischen Interna -
tionale. Ein deutsch-russisches Forschungsprojekt. Hrsg. von Michael Buckmiller
und Klaus Meschkat (Berlín: Akademie Verlag 2007), bls. 287–309; Joni Krekola
„The Finnish Sector at the International Lenin School“, Agents of the Revolution.
New Biographical Approches to the History of International Communism in the Age of
Lenin and Stalin. Ritstj. Kewin Morgan, Gideon Cohen og Andrew Flinn (Bern:
Peter Lang 2005), bls. 289–308.
68 Hallgrímur Hallgrímsson, Undir fána lýðveldisins. Endurminningar frá Spánar-
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:56 AM Page 172