Saga - 2011, Side 174
samkvæmt fyrirmælum, sem hann hafði fengið frá yfirstjórn
Kominterns 1931“.72 Hlutverk Varnarliðs verkalýðsins hafi fyrst og
fremst verið að aðstoða flokkinn í byltingunni, heyja „langþráð
borgarastríð“ og gera loks upp sakirnar við pólitíska andstæðinga
kommúnista, sérstaklega sjálfstæðismenn. Varnarliðið hafi ekki að -
eins verið tæki flokksins til að hrifsa til sín völdin í landinu, heldur
hafi því einnig verið ætlað að leysa lögregluna af hólmi og tryggja
tök flokksins í gervöllu samfélaginu.73
Einn helsti heimildarmaður Þórs um starfsemi varnarliðsins er
Þorsteinn Pétursson, sjálfur formaður þess, en Þór tók við hann
viðtöl árið 1979. Ferill Þorsteins innan íslenskrar vinstrihreyfingar
er að sönnu merkilegur, en hann var einn af stofnendum Kommún -
istaflokksins árið 1930 og fram kvæmda stjóri flokksins árið 1937.74
Tveimur árum síðar skildi hins vegar leiðir með Þorsteini og komm-
únistum, en hann sagði sig úr Sósíalistaflokknum í nóvember árið
1939 vegna óánægju með við brögð flokksins við innrás Rauða hers-
ins í Finnland.75 Í framhaldinu gekk Þorsteinn síðan í Alþýðu -
flokkinn og gegndi þar margvíslegum trúnaðarstöðum, ekki síst
sem starfsmaður fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, enda
orðinn harður og dugandi andstæðingur kommúnista á dögum
kalda stríðsins.76
Með þetta í huga er óhætt að fullyrða að Þorsteinn sé besta heim-
ild okkar um starfsemi Varnarliðs verkalýðsins á kreppuárunum.
Það vekur hins vegar athygli að það sem skjalfest er eftir Þorsteini
um starfsemi Varnarliðsins er fjarri ályktunum Þórs. Um svipað
leyti og Þór átti viðtöl við Þorstein hafði hann einnig farið yfir þenn-
an hluta ævi sinnar í viðtali sem Haraldur Jóhannsson átti við hann
og birtist í bókinni Þá rauður loginn brann.77 Þorsteinn fer í megin-
atriðum yfir stjórnmálaþátttöku sína í Kommúnistaflokknum, lýsir
kjarabaráttu verkafólks í Reykjavík á kreppuárunum og átökum
skafti ingimarsson174
72 Sama heimild, bls. 167–168.
73 Sama heimild, bls. 241.
74 Haraldur Jóhannsson, „Þorsteinn Pjetursson. Minning“, Þjóðviljinn 21. desem-
ber 1984, bls. 10.
75 „6 menn gefast upp“, Þjóðviljinn 8. desember 1939, bls. 1.
76 Jón Baldvin Hannibalsson, „Þorsteinn Pjetursson“, Alþýðublaðið 21. desember
1984, bls. 3.
77 Haraldur Jóhannsson, Þá rauður loginn brann, bls. 163–229. Haraldur ræddi við
Þorstein sumarið og haustið 1973 og aftur veturinn 1977–1978.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 174