Saga - 2011, Síða 175
kommúnista við laganna verði á þeim tíma, en í þeim var hann virk-
ur þátttakandi, eins og nærri má geta. Spurður um átökin 7. júlí árið
1932 og afleiðingar þeirra segir Þorsteinn orðrétt:
Upp úr þeim var Varnarlið verkalýðsins stofnað, en frekast verður það
álitið hópur sjálfboðaliða til að varna því, að hleypt væri upp útifund-
um okkar og öðrum. Varnarliðið var laust í reipunum, og ég man ekki
til, að það hafi haft nein lög. Í því voru 60–80 menn. […] Ég þjálfaði það
og var fyrir því, hvort sem ég var kallaður formaður þess. Við æfðum
í Bröttugötusalnum, og við fórum út og gengum um götur. Það gerðu
nasistar líka. […] Framan af gengum við í nankinsbuxum og jakka, en
fljótlega fengum við stálgráar blússur með leðurbelti frá Þýskalandi, frá
Rot Front.78
Þessi frásögn um starfsemi liðsins frá sjálfum foringja þess sýnir vel
þær sjónhverfingar sem Þór stundar í bók sinni, þar sem hann lýsir
bæði tilurð, hlutverki og starfsemi Varnarliðs verkalýðsins á
kreppuárunum. Sú staðreynd að Þorsteinn minnist ekki einu orði á
leynilegt bardagalið, heræfingar, vopnaburð eða skotæfingar á sér
aðeins þá skýringu að slíkar æfingar voru aldrei stundaðar á vegum
liðsins, enda hefði Þorsteinn ekki legið á vitneskju sinni um slíkt,
eftir að hann snerist gegn sínum fyrri félögum og byrjaði að takast
á við þá um völdin í verkalýðshreyfingunni í hita kalda stríðsins.
Slíkar fréttir hefðu hér á landi talist til stórtíðinda, sem andstæðingar
kommúnista hefðu aldrei látið sér úr greipum ganga. Bollalegg ingar
Þórs um byltingarbardagasveitir, borgarastríð og öryggislögreglu
eiga sér því enga stoð í heimildum.
Stofnun Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins
Víkjum þá að því hvernig Þór lýsir aðdragandanum að stofnun
Sósíalistaflokksins árið 1938. Hér er komið að þætti í sögunni sem
hann og Jón Ólafsson hafa deilt um. Jón hefur haldið því fram að
stofnun Sósíalistaflokksins hafi í raun gengið gegn Komintern -
línunni og bent á þá skjalfestu staðreynd að Wilhelm Florin, einn
æðstu manna sambandsins, sem hafði málefni Norðurlanda á sinni
könnu á árunum 1935–1943, lagðist gegn stofnun Sósíal istaflokksins,
enda taldi hann klofning Alþýðuflokksins auka hættuna á því að
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur tækju höndum saman um
fimmta herdeildin 175
78 Sama heimild, bls. 213–214.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 175