Saga - 2011, Qupperneq 176
stjórn landsins.79 Þór hefur hins vegar mótmælt þessari túlkun, sagt
að minnisblaðið lýsi aðeins „viðbrögðum eins millistjórnanda í
skrifstofupíramída alþjóðasambandsins“ og fullyrt að stofnun Sósíal -
istaflokksins hafi, þvert á móti, verið í fullu samræmi við Kom -
internlínuna enda sniðin eftir skilyrðum sambandsins. Þessar full-
yrðingar hefur hann meðal annars rökstutt með þeim orðum að stór
hluti skjalasafns alþjóðasambandsins sé ennþá lok að ur fræðimönn-
um og hluti þess sennilega glataður. Nærtækasta skýringin á þeirri
staðreynd að engar heimildir hafa fundist um „raunveruleg við -
brögð Kominterns við stofnun Sósíalistaflokksins“ sé sú að skjala-
safnið sé „gloppótt“, eins og það er orðað.80 Þá hefur hann einnig
bent á bréf sem Michael Wolf (sem raunar var dulnefni Ungverjans
Mihály Farkas, annars ritara Alþjóðasambands ungra kommúnista
og varamanns í framkvæmdastjórn Komintern) sendi Æskulýðs -
fylk ingunni, arftaka Sambands ungra kommúnista, í tilefni af stofn-
un hennar árið 1938 og fullyrt að það votti um „fullt samþykki
Kominterns við þá ákvörðun íslenskra kommúnista að leggja niður
flokk sinn“.81 Í tengslum við þetta hefur spunnist umræða um
fræðileg vinnubrögð, túlkanir og meðferð heimilda.82
Þegar Þór segir frá aðdragandanum að stofnun Sósíalista flokks -
ins í bók sinni vekur tvennt athygli. Í fyrsta lagi hve lítið hann fjall-
ar um þennan aðdraganda, en frásögnin fyllir varla tvær blaðsíður,
og í öðru lagi sú staðreynd að hann sneiðir hjá umræddu minn-
isblaði Florins, með þeim orðum að Kommúnistaflokkurinn hafi
„vafalaust“ fengið svar frá Moskvu, og leggur aftur áherslu á að
skjöl flokksins séu lokuð fræðimönnum og Kominternsafnið glopp-
ótt.83 Þannig verður ekki betur séð en Þór telji sig búinn að skrifa
minnisblaðið út úr sögunni og vísar þess í stað í fyrsta lagi til heim-
ildar sem aldrei hefur fundist, hvorki í skjalasöfnum í Moskvu né á
Íslandi, og í öðru lagi til bréfs sem var sent til Íslands árið 1939, en
skafti ingimarsson176
79 Jón Ólafsson, „Komintern gegn klofningi“, bls. 108–109; RGASPI. 495–177, bls.
21–22. Sjá íslenska þýðingu minnisblaðsins í viðauka II.
80 Þór Whitehead, „Eftir skilyrðum Komintern“, bls. 43, 46–47 og 52–54.
81 Þór Whitehead, „Eitt minnisblað og óraunveruleiki fortíðar“, bls. 184.
82 Jón Ólafsson, „Raunveruleiki fortíðar og eitt minnisblað“, bls. 149–161; Þór
Whitehead, „Eitt minnisblað og óraunveruleiki fortíðar“, bls. 175–184; Jón
Ólafsson, „Nokkur orð um ályktanir og túlkun heimilda“, bls. 165–172.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, „Var Komintern andvígt stofnun Sósíalista -
flokksins?“, Stjórnmál og stjórnsýsla V:2 (2009), bls. 57–65.
83 Þór Whitehead, Sovét-Ísland, óskalandið, bls. 348 (neðanmálsgrein).
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 176