Saga - 2011, Síða 177
Eggert Þorbjarnarson, fyrsti formaður Æskulýðs fylk ingarinnar,
sendi stofnskrá fylkingarinnar og lög austur til Moskvu strax eftir
að hún var stofnuð og skýrði Komintern frá því að fylkingin ætlaði
að standa utan alþjóðasambanda.84
Óhætt er að fullyrða að fáir sagnfræðingar séu reiðubúnir að
samþykkja að vísað sé til heimildar sem hljóti að vera til en hefur
aldrei fundist, enda væri með slíkum rökum hægt að endurskrifa
mannkynssöguna eins og hún leggur sig. Þá er líka vert að benda á
þá staðreynd að Alþjóðasamband ungra kommúnista tók áðurnefnd
skrif Eggerts ekki til umfjöllunar fyrr en vorið 1939, en það þýðir að
áðurnefnt svarbréf Wolfs var sent til Íslands mörgum mánuðum
eftir að Sósíalistaflokkurinn var stofnaður, en stofnþing hans fór
fram í október árið 1938.85 Bréf Wolfs segir því ekkert til um það
hvaða afstöðu alþjóðasambandið hafði til stofnunar Sósíalista flokks -
ins, hvorki sumarið né haustið 1938. Komintern stóð einfaldlega
frammi fyrir gerðum hlut vorið 1939, hvort sem forustumönnum
þess líkaði betur eða verr.
Staðreyndin er sú, eins og Jón hefur bent á, að minnisblað Florins
er eina beina heimildin sem við höfum úr skjalasöfnum í Moskvu
varðandi afstöðu yfirstjórnar Alþjóðasambands kommúnista til
stofn unar Sósíalistaflokksins haustið 1938.86 Af þessum sökum er
óhjákvæmilegt að leggja það til grundvallar þegar fjallað er um
þetta efni, nema því aðeins að aðrar heimildir komi fram sem ganga
þvert á skoðanir Florins, enda engin ástæða til að ætla að þær hafi
ekki verið í fullu samræmi við afstöðu sambandsins.
Annað atriði sem Þór hefur haldið fram í ritdeilu sinni við Jón
Ólafsson er að Brynjólfur Bjarnason, formaður Kommúnista flokks -
ins, hafi í raun haft forustu um að flokkurinn gekk til samstarfs við
Héðin Valdimarsson og stuðningsmenn hans um stofnun Sósíalista -
flokksins árið 1938. Þetta hafi verið í fullu samræmi við yfirlýsta
stefnu alþjóðasambandsins og komið fram í því að Brynjólfur „hafi
verið samningaliprari við jafnaðarmenn en Einar Olgeirsson“.87
Heimildin sem Þór vísar til eru áðurnefnd viðtöl sem hann tók við
Þorstein Pétursson árið 1979. Með þetta í huga er fróðlegt að skoða
tvær aðrar heimildir, þar sem greint er frá aðdragandanum að stofn-
fimmta herdeildin 177
84 Jón Ólafsson, Kæru félagar, bls. 128.
85 „Íslenskir sósíalistar sameinast“, Þjóðviljinn 25. október 1938, bls. 1.
86 Jón Ólafsson, „Raunveruleiki fortíðar og eitt minnisblað“, bls. 156.
87 Þór Whitehead, „Eitt minnisblað og óraunveruleiki fortíðar“, bls. 175 (neðan-
málsgrein).
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 177