Saga - 2011, Page 179
í viðtali sem Árni Bergmann tók við hann í tilefni af 40 ára afmæli
Sósíalistaflokksins. Þar segir Brynjólfur orðrétt:
Kommúnistaflokkurinn hafði reyndar helst viljað, að samfylkingar-
skeiðið stæði lengur, að sameiningarflokkur fengi betri tíma til að vaxa
upp af því samstarfi. Alþýðuflokksmennirnir, bæði til hægri og vinstri,
vildu hins vegar stefna sem fyrst að því að til yrði nýr flokkur. Við
neituðum því ekki. […] Við vorum til viðræðu að gera samfylkinguna
að marxískum flokki, enda þótt K.F.Í. hefði talið lengri biðtíma heppi-
legri.92
Þau orð Brynjólfs að Kommúnistaflokkurinn hafi verið „til viðræðu
að gera samfylkinguna að marxískum flokki“ en „talið lengri bið -
tíma heppilegri“ sýna hvar áherslan lá. Flokkurinn vildi bíða með
sameiningu og var aðeins reiðubúinn að sameinast Alþýðuflokkn -
um sem heild og þá á marxískum grundvelli.
En hvernig stóð þá á því að kommúnistar tóku þátt í stofnun
Sósíalistaflokksins haustið 1938? Svarið við þessari spurningu
virðist ekki vera að finna í stefnu íslenskra kommúnista og alþjóða -
sambandsins, eins og stundum hefur verið haldið, heldur miklu
fremur í þeim hörðu átökum sem hófust innan Alþýðuflokksins
eftir að ljóst varð að ekkert yrði af sameiningu flokkanna árið 1937.
Gerandinn í þeirri atburðarás var hvorki Brynjólfur né Einar, heldur
Héðinn Valdimarsson, varaformaður flokksins og formaður Dags -
brúnar, stærsta verkalýðsfélags landsins, sem taldi sameiningu
flokk anna nauðsynlega, enda hafði Kommúnistaflokkurinn fengið
þrjá menn kjörna á Alþingi í kosningum sumarið 1937. Héðinn sótti
málið fast og fékk því meðal annars framgengt að Alþýðuflokkurinn
og Kommúnistaflokkurinn buðu fram sameiginlegan lista í kosn-
ingum til bæjarstjórnar í Reykjavík í janúar árið 1938. Útkoman olli
hins vegar vonbrigðum og í kjölfarið var Héðni vikið úr flokknum.
Skömmu síðar var Jafnaðarmannafélag Reykjavíkur einnig rekið úr
flokknum, en þar var Héðinn formaður.93
Framganga Héðins í flokksdeilunum hefur alla tíð verið um -
deild. Héðinn er heldur ekki hátt skrifaður hjá Þór, sem telur að
hann beri mesta ábyrgð á því „að byltingarmenn næðu hér valda -
stöðu, sem þeir höfðu hvergi náð með samfylkingarstefnu sinni
fimmta herdeildin 179
92 „Mestu skiptir að sósíalískur flokkur haldi sínum innri styrk. Viðtal við
Brynjólf Bjarnason“, Þjóðviljinn 24. október 1978, bls. 8 og 14; Einar Ólafsson,
Brynjólfur Bjarnason. Pólitísk ævisaga, bls. 28–29.
93 Haraldur Jóhannsson, Þá rauður loginn brann, bls. 223.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 179