Saga - 2011, Síða 180
utan Spánar“.94 Staðan sem upp var komin á vinstri væng íslenskra
stjórnmála vorið 1938 var líka allt önnur en haustið áður. Klofn -
ingur Alþýðuflokksins var staðreynd og skilyrðin fyrir stofnun
sósíalísks flokks gjörbreytt. Nú reyndi líka á það hvort Kommún -
ista flokkur inn og forustumönnum hans var alvara með samfylk-
ingartali sínu. Forustumönnum íslenskra kommúnista var því í
raun nauðugur einn kostur að hrökkva eða stökkva, annaðhvort að
ganga til við ræðna við Héðin og stuðningsmenn hans eða hafna
þeim og afhjúpa þar með að allt tal um nauðsyn þess að stjórn-
málaflokkarnir sameinuðust í baráttunni gegn fasismanum væri
marklaust. Niðurstaða forustumanna flokksins varð sú að ekki væri
annað hægt en að ganga til samningaviðræðna. Löngu síðar lýsti
Brynjólfur þessu svo:
Á næsta ári voru ekki aðeins forvígismenn sameiningarmanna reknir
úr flokknum, heldur líka stjórnmálafélag flokksins í Reykjavík, Jafn -
aðarmannafélagið, sem heild. Í þessari stöðu var í rauninni ekki til ann-
ar kostur en að freista þess að ná samkomulagi við vinstri Alþýðu -
flokks menn um eina stefnuskrá og einn flokk. Að þessu verki var
staðið af fullum heilindum af hálfu beggja aðila, og það tókst. …
Vissulega vorum við að stíga djarft skref og tókum á okkur áhættu, eins
og ég sagði víst seinna. En hitt hefði verið miklu meiri áhætta að hafna
þessari sameiningu. Það hefði blátt áfram verið örlagaríkt glapræði.95
Af heimildum er ljóst að samningaviðræðurnar hófust af krafti í
júní, en þá lagði Jafnaðarmannafélag Reykjavíkur fram drög að
stefnuskrá flokksins og hinn 6. júlí féllst framkvæmdaráð Kommún -
istaflokksins á að leggja tillögurnar til grundvallar í viðræðum um
sameininguna. Viðræðurnar sjálfar gengu vel, enda var samvinna
kommúnista við bæði Héðin og Sigfús Sigurhjartarson góð, en sá
síðarnefndi varð upp frá þessu náinn samstarfsmaður Einars í for-
ustusveit Sósíalistaflokksins.96 Ekki verður heldur séð að alþjóða -
sambandið hafi skipt sér af viðræðunum, sem lauk þannig að
ákveðið var að stofna Sósíalistaflokkinn í október árið 1938. Þetta
sést best á því að bréfið sem Einar sendi Florin, yfirmanni málefna
Norðurlanda hjá sambandinu, frá Stokkhólmi í ágústmánuði, þar
sem greint var frá hinni fyrirhuguðu flokksstofnun, virðist hafa
skafti ingimarsson180
94 Þór Whitehead, Sovét-Ísland, óskalandið, bls. 347.
95 Einar Ólafsson, Brynjólfur Bjarnason. Pólitísk ævisaga, bls. 105–106.
96 Einar Olgeirsson, Kraftaverk einnar kynslóðar, bls. 361–367.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 180