Saga - 2011, Page 181
komið hinum síðarnefnda í opna skjöldu, eins og viðbrögð hans
bera með sér.97
Hvort alþjóðasambandið skipti sér eitthvað frekar af málinu vit-
um við ekki og þangað til heimildir um annað koma í ljós verður
minnisblað Florins að duga um viðhorf Komintern. Í þessu sam-
bandi er líka vert að geta þess að árið 1938 var starfsemi sambands-
ins aðeins skugginn af því sem áður var. Ógnaröld Stalíns var í
hámarki og lýsti sér meðal annars í því að holskefla af handtökum
gekk yfir sovéskt samfélag með skelfilegum afleiðingum. Alþjóða -
sambandið fór ekki varhluta af þessari þróun, enda stóð öryggis-
lögreglan fyrir víðtækum hreinsunum meðal starfsliðsins og naut
við þá iðju sína aðstoðar Georgis Dimitrovs, formanns sambands-
ins. Hinir handteknu voru ýmist sendir í fangelsin, nauðungar-
vinnudeildirnar eða beint á aftökustaðina.98 Starfsemi sambandsins
var því í lamasessi á sama tíma og blásið var til stofnunar Sósíalista -
flokksins heima á Íslandi.
Sósíalistaflokkurinn og stríðsárin
Þór fullyrðir að íslenska ríkinu hafi stafað ógn af Sósíalistaflokknum
um leið og hann var stofnaður, enda hafi íslenskir kommúnistar
stofnað flokkinn „á þeirri forsendu að þeir hefðu þar undirtökin og
lytu áfram forræði Moskvuvaldsins“.99 Hann lítur því svo á að eng-
in eðlisbreyting hafi orðið, hvorki á starfi né stefnu íslenskra komm-
únista, eftir stofnun Sósíalistaflokksins árið 1938. Engu að síður er
það staðreynd að Sósíalistaflokkurinn var ekki aðili að Alþjóða -
sambandi kommúnista, ólíkt forvera sínum, Kommúnistaflokki
Íslands, sem var deild í sambandinu.100 Þetta þýddi að Komintern
hafði ekkert vald til að hlutast til um starfsemi Sósíalistaflokksins.
Þeir tímar, þegar erindrekar Komintern gátu skipt sér af innri málum
hreyfingar íslenskra kommúnista, voru einfaldlega liðnir. Hitt er svo
annað mál að forustumenn Sósíalistaflokksins litu ennþá svo á að
Sovétríkin væru „föðurland verkalýðsins“ og að tilvera þeirra væri
fimmta herdeildin 181
97 Sjá viðauka II.
98 Kevin McDermott og Jeremy Agnew, The Comintern, bls. 142–157. Sjá einnig
Robert Conquest, The Great Terror. A Reassessment (London: Oxford University
Press 1990).
99 Þór Whitehead, Sovét-Ísland, óskalandið, bls. 425.
100 Einar Olgeirsson, Kraftaverk einnar kynslóðar, bls. 363.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 181